Barcelona keypti markverði fyrir 3,2 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2014 13:15 Claudio Bravo kynntur til sögunnar í dag. vísir/getty Barcelona tók heldur betur til hendinni í markvarðarkaupum í sumar, en það þurfti að fylla í skörð Víctors Valdés og José Manuel Pinto sem báðir yfirgáfu félagið eftir tímabilið. Börsungar kynntu Sílemanninn ClaudioBravo til leiks í dag sem nýjasta leikmann félagsins, en hann kemur til Barcelona frá Real Sociedad þar sem hann hefur spilað síðan 2006. Þetta er mikill missir fyrir AlfreðFinnbogason og félaga hans hjá baskaliðinu en Bravo, sem er 31 árs gamall, hefur verið einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin ár. Hann er einnig fyrirliði landsliðs Síle og stóð sig vel á HM þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Samkeppnin um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Barcelona verður mjög hörð því fyrr í sumar keypti félagið hinn 22 ára gamla Marc-André ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann staðið vaktina í þýsku 1. deildinni í þrjú ár. Það virðist ljóst að hvorugur þeirra mun hafa það jafnnáðugt og Valdés hafði með Pinto sem varamann sinn, en það velktist enginn í vafa um hvor væri númer eitt þegar þeir spiluðu saman.Marc-André ter Stegen þarf að berjast fyrir stöðunni sinni.vísir/gettyNýja markvarðarparið kostaði samtals 21 milljón evra (Ter Stegen 12 og Bravo 9) sem er jafnvirði 3,2 milljarða króna. Alvöru fjárfesting í mikilvægri stöðu á vellinum. En þá er spurningin um hvor eigi að byrja. Það verður að sjálfsögðu hausverkur LuísEnrique, nýráðins þjálfara Barcelona, en stuðningsmennirnir hafa kveðið upp sinn dóm. Spænska fótboltavefsíðan setti upp skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Barcelona þar sem þeir áttu að skera úr um hvort ætti að vera aðalmarkvörður; Ter Stegen eða Bravo. Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt völdu Sílemanninn Bravo og vilja að hann byrji. Það þarf þó að taka það með í reikninginn að Spánverjarnir hafa fylgst með Bravo í átta ár með Sociedad en líklega minna séð af Ter Stegen. Þá er Þjóðverjinn líka níu árum yngri og á framtíðina fyrir sér. Spænski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Barcelona tók heldur betur til hendinni í markvarðarkaupum í sumar, en það þurfti að fylla í skörð Víctors Valdés og José Manuel Pinto sem báðir yfirgáfu félagið eftir tímabilið. Börsungar kynntu Sílemanninn ClaudioBravo til leiks í dag sem nýjasta leikmann félagsins, en hann kemur til Barcelona frá Real Sociedad þar sem hann hefur spilað síðan 2006. Þetta er mikill missir fyrir AlfreðFinnbogason og félaga hans hjá baskaliðinu en Bravo, sem er 31 árs gamall, hefur verið einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin ár. Hann er einnig fyrirliði landsliðs Síle og stóð sig vel á HM þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Samkeppnin um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Barcelona verður mjög hörð því fyrr í sumar keypti félagið hinn 22 ára gamla Marc-André ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann staðið vaktina í þýsku 1. deildinni í þrjú ár. Það virðist ljóst að hvorugur þeirra mun hafa það jafnnáðugt og Valdés hafði með Pinto sem varamann sinn, en það velktist enginn í vafa um hvor væri númer eitt þegar þeir spiluðu saman.Marc-André ter Stegen þarf að berjast fyrir stöðunni sinni.vísir/gettyNýja markvarðarparið kostaði samtals 21 milljón evra (Ter Stegen 12 og Bravo 9) sem er jafnvirði 3,2 milljarða króna. Alvöru fjárfesting í mikilvægri stöðu á vellinum. En þá er spurningin um hvor eigi að byrja. Það verður að sjálfsögðu hausverkur LuísEnrique, nýráðins þjálfara Barcelona, en stuðningsmennirnir hafa kveðið upp sinn dóm. Spænska fótboltavefsíðan setti upp skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Barcelona þar sem þeir áttu að skera úr um hvort ætti að vera aðalmarkvörður; Ter Stegen eða Bravo. Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt völdu Sílemanninn Bravo og vilja að hann byrji. Það þarf þó að taka það með í reikninginn að Spánverjarnir hafa fylgst með Bravo í átta ár með Sociedad en líklega minna séð af Ter Stegen. Þá er Þjóðverjinn líka níu árum yngri og á framtíðina fyrir sér.
Spænski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira