Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Karl Lúðvíksson kalli@365.is skrifar 4. júlí 2014 14:52 Einn af dönsku veiðimönnunum með lax frá því í morgun Stóra Laxá var líklega sú á sem kom mest á óvart í fyrra en þá veiddust 1776 laxar í ánni sem er met. Áin hefur lengi átt stórann hóp aðdáenda enda fáar ár sem státa af jafn stórbrotnu umhverfi. Veiðin hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en eftir að maðkur og spúnn var bannaður, ásamt því að hvetja menn til að sleppa, tekur áin vonandi við sér og sumar eins og í fyrra verður normið. Búið er að taka veiðihúsin öll rækilega í gegn svo það á ekki að væsa um þá sem eiga daga þarna í sumar en mikil eftirspurn er eftir leyfum í ánna. Danskir veiðimenn sem eru við ánna fengu 6 laxa í morgun á svæði IV og settu í fleiri. Svæði IV er klárlega eitt af fallegri veiðisvæðum landsins með gljúfrum og strengjum en að sama skapi krefjandi fyrir veiðimenn. Af öðrum svæðum í ánni er það að frétta að búið er að bóka 4 laxa af svæði I-II en ekki liggur fyrir hvort eitthvað sé komið á land af svæði III. Áin hefur í gegnum tíðina verið rómuð síðsumarsá en svo koma ár þar sem laxinn kemur snemma og eins getur góð bleikjuveiði á neðri svæðunum bætt upp dagana þegar rólegt hefur verið í laxinum. Laus leyfi má finna á www.lax-a.net Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði
Stóra Laxá var líklega sú á sem kom mest á óvart í fyrra en þá veiddust 1776 laxar í ánni sem er met. Áin hefur lengi átt stórann hóp aðdáenda enda fáar ár sem státa af jafn stórbrotnu umhverfi. Veiðin hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en eftir að maðkur og spúnn var bannaður, ásamt því að hvetja menn til að sleppa, tekur áin vonandi við sér og sumar eins og í fyrra verður normið. Búið er að taka veiðihúsin öll rækilega í gegn svo það á ekki að væsa um þá sem eiga daga þarna í sumar en mikil eftirspurn er eftir leyfum í ánna. Danskir veiðimenn sem eru við ánna fengu 6 laxa í morgun á svæði IV og settu í fleiri. Svæði IV er klárlega eitt af fallegri veiðisvæðum landsins með gljúfrum og strengjum en að sama skapi krefjandi fyrir veiðimenn. Af öðrum svæðum í ánni er það að frétta að búið er að bóka 4 laxa af svæði I-II en ekki liggur fyrir hvort eitthvað sé komið á land af svæði III. Áin hefur í gegnum tíðina verið rómuð síðsumarsá en svo koma ár þar sem laxinn kemur snemma og eins getur góð bleikjuveiði á neðri svæðunum bætt upp dagana þegar rólegt hefur verið í laxinum. Laus leyfi má finna á www.lax-a.net
Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði