BÍ/Bolungarvík og Grindavík unnu bæði góða útisigra í 1. deild karla í fótbolta í kvöld, BÍ/Bolungarvík sótti þrjú stig í Ólafsvík en Grindvíkingar fóru í góða ferð norður og unnu 2-1 sigur á KA. Bæði lið þurftu nauðsynlega á stigunum að halda enda bæði við botn deildarinnar.
Liðsmenn BÍ/Bolungarvíkur steinlágu 6-0 á móti ÍA fyrir aðeins fjórum dögum en komu sterkir til baka í 4-2 sigri á Ólafsvíkur-Víkingum á Snæfellsnesinu í kvöld.
Eyþór Helgi Birgisson kom Víkingi Ólafsvík í 1-0 í fyrri hálfleik en Djúpmenn skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleiknum. Andri Rúnar Bjarnason og Nikulás Jónsson komu BÍ/Bolungarvík í 2-1 en Steinar Már Ragnarsson jafnaði fyrir Víking.
Mark frá Mark Tubæk og sjálfsmark Tomasz Luba á síðustu tíu mínútunum tryggðu Djúpmönnum 4-2 útisigur og þrjú stig.
Grindavík vann 2-1 sigur á KA en KA-menn voru fyrir leikinn búnir að vinna þrjá leiki í röð. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmark Grindavík 22 mínútum fyrir leikslok eftir að KA-menn höfðu jafnað með marki Jóhanns Helgasonar. Magnús Björgvinsson kom Grindavík í 1-0 í fyrri hálfleiknum.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af úrslitasíðunni öflugu úrslit.net.
BÍ/Bolungarvík og Grindavík með góða útisigra
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn