Fótbolti

Ekki hægt að selja Messi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, sagði á blaðamannafundi í dag að það kæmi aldrei til greina að selja Lionel Messi.

„Eftir því sem ég best veit þá vill Messi ekki fara. Við gáfum honum nýjan samning fyrir ekki svo löngu síðan og hann er mjög ánægður,“ sagði forsetinn.

Bartomeu sagði enn fremur að Messi væri í aðalhlutverki í framtíðaráætlunum liðsins en bætti við að óvíst væri hvort miðjumaðurinn Xavi yrði áfram í herbúðum félagsins.

„Hann hefur unnið sér það inn að hann má gera það sem hann vill. Við munum virða hans ákvörðun. Hann kemur aftur til félagsins einn daginn því það býr frábæri þjálfari í honum.“


Tengdar fréttir

Ákærur gegn Messi niðurfelldar

Skattayfirvöld á Spáni hafa beðið saksóknara um að fella niður ákærur gegn Lionel Messi, leikmanni Barcelona.

Markmiðið er að verða fyrirliði Barcelona

Dani Alves sem hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain undanfarnar vikur er ekki á förum frá Barcelona. Þess í stað vonast hann til þess að vera gerður fyrirliði liðsins einn daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×