Votviðri hefur verið á landinu undanfarna daga og margir ósáttir við veðrið á landinu það sem af er sumri. Lesandi Vísis á Siglufirði er hins vegar himinlifandi með veðrið þessa stundina.
„Svona er á Siglufirði núna, 21 stig hiti og sól,“ skrifaði hann með þessari fínu mynd að ofan. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er um tíu stiga lofthiti á Siglufirði þessa stundina en greinilegt er að lesandi Vísis hefur það gott í sólinni.
Vísir hvetur lesendur sína til að senda sér skemmtilegar sumarmyndir hvaðanæva af landinu hvort sem það er á ferð og flugi eða í sínu daglega amstri. Myndirnar má senda á ritstjorn@visir.is.
Sendu okkur sumarmyndir: Sólin skín á Sigló
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
