8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2014 08:45 Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður. Við bakka Ytri Rangár í gær var gífurleg úrkoma en veiðimenn voru engu að síður að berjast við að koma flugunni út í ánna. Væntingarvísitalan var þess vegna frekar lág þegar veiði hófst um morguninn en það lagaðist þegar leið á daginn enda voru staðfestir 8 laxar á land um klukkan 18:00 og þá voru þó fjórir tímar eftir af veiðideginum. Það komu laxar upp úr Djúpós, Ægissíðufossi, Tjarnarbreiðu, 17 1/2, Klöpp og Rangárflúðum. Eitthvað slapp af laxi líka og þykir þetta ágætt miðað við aðstæður og árstíma, allt fallegur tveggja ára lax og allt tekið á flugu. Eystri Rangá var súkkulaðilituð í gær svo ekki er að vænta talna úr henni en klakveiðinni lauk í vikunni og hefðbundin veiðitími hófst í gær. Um 40 laxar komu í klakveiðinni og ekki einn smálax var í þeim hóp. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði
Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður. Við bakka Ytri Rangár í gær var gífurleg úrkoma en veiðimenn voru engu að síður að berjast við að koma flugunni út í ánna. Væntingarvísitalan var þess vegna frekar lág þegar veiði hófst um morguninn en það lagaðist þegar leið á daginn enda voru staðfestir 8 laxar á land um klukkan 18:00 og þá voru þó fjórir tímar eftir af veiðideginum. Það komu laxar upp úr Djúpós, Ægissíðufossi, Tjarnarbreiðu, 17 1/2, Klöpp og Rangárflúðum. Eitthvað slapp af laxi líka og þykir þetta ágætt miðað við aðstæður og árstíma, allt fallegur tveggja ára lax og allt tekið á flugu. Eystri Rangá var súkkulaðilituð í gær svo ekki er að vænta talna úr henni en klakveiðinni lauk í vikunni og hefðbundin veiðitími hófst í gær. Um 40 laxar komu í klakveiðinni og ekki einn smálax var í þeim hóp.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góð urriðaveiði í Þingvallavatni Veiði