Spennan magnast á opna breska | Veðrið setur strik í reikninginn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 19. júlí 2014 11:02 Regnhlífar sjást víða vísir/getty Allir kylfingar eru farnir af stað á þriðja degi opna breska meistaramótsins í golfi sem haldið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Í fyrsta sinn í sögu mótsins var ræst út á tveimur teigum. Ætla má að veðrið muni setja mikinn svip á leik kylfinga í dag en slæm veðurspá varð til þess að mótshaldarar ákváðu að láta kylfinga hefja leik á fyrsta og tíunda teig í dag en það hefur aldrei verið gert áður á þessu fornfræga móti. Það rignir sem breytir vellinum nokkuð og þá sérstaklega flötunum sem taka mun betur við boltunum. Fyrir vikið geta kylfinga betur stöðvað boltann á flötunum og leikið ákveðnar á holustaðsetningarnar en öllu jöfnu þarf að hitta flatirnar framarlega á þessum strandvelli svo boltinn rúlli ekki yfir þær. Rory McIlroy hefur nú lokið þremur fyrstu holunum og er hann enn í forystu en hún er nú aðeins tvö högg. McIlroy fékk skolla á fyrstu holunni og er alls á 11 undir pari en Dustin Johnson er einn undir pari á þremur fyrstu holunum og er nú á 9 undir. Fjórum höggum munaði á þeim í upphafi dagsins. Rickie Fowler hefur farið mjög vel af stað í dag og er tvo undir eftir fjórar holur og er alls á 8 undir. Tiger Woods hefur farið vel af stað en hann hóf leik á 10. holunni í morgun. Hann hefur leikið fjórar holur og er tvo undir pari og alls á parinu, einu höggi á undan meistara síðasta árs, Phil Mickelson sem hefur leikið 10 holur og er einn yfir í dag. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Allir kylfingar eru farnir af stað á þriðja degi opna breska meistaramótsins í golfi sem haldið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Í fyrsta sinn í sögu mótsins var ræst út á tveimur teigum. Ætla má að veðrið muni setja mikinn svip á leik kylfinga í dag en slæm veðurspá varð til þess að mótshaldarar ákváðu að láta kylfinga hefja leik á fyrsta og tíunda teig í dag en það hefur aldrei verið gert áður á þessu fornfræga móti. Það rignir sem breytir vellinum nokkuð og þá sérstaklega flötunum sem taka mun betur við boltunum. Fyrir vikið geta kylfinga betur stöðvað boltann á flötunum og leikið ákveðnar á holustaðsetningarnar en öllu jöfnu þarf að hitta flatirnar framarlega á þessum strandvelli svo boltinn rúlli ekki yfir þær. Rory McIlroy hefur nú lokið þremur fyrstu holunum og er hann enn í forystu en hún er nú aðeins tvö högg. McIlroy fékk skolla á fyrstu holunni og er alls á 11 undir pari en Dustin Johnson er einn undir pari á þremur fyrstu holunum og er nú á 9 undir. Fjórum höggum munaði á þeim í upphafi dagsins. Rickie Fowler hefur farið mjög vel af stað í dag og er tvo undir eftir fjórar holur og er alls á 8 undir. Tiger Woods hefur farið vel af stað en hann hóf leik á 10. holunni í morgun. Hann hefur leikið fjórar holur og er tvo undir pari og alls á parinu, einu höggi á undan meistara síðasta árs, Phil Mickelson sem hefur leikið 10 holur og er einn yfir í dag.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira