Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. júlí 2014 15:24 George Coetzee er meðal efstu kylfinga á Opna breska. Vísir/AP George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hringurinn var flottur hjá Coetzee sérstaklega í ljósi þess að sterkur vindur í morgun á Royal Liverpool gerði mörgum kylfingum erfitt fyrir. „Þetta er mitt eftirlætis risamót og gaman að leika vel í því,“ sagði hinn hægláti Coetzee sem tryggði sér keppnisrétt í mótinu með því að sigra Joburg Open mótið á Evrópumótaröðinni snemma á þessu ári. „Það er svalt að sjá nafnið sitt á toppi skortöflunnar,“ sagði Coetzee sem viðurkennir að það hafi tekið á taugarnar að vera efstur þegar hann gekk inn á 18. flöt í morgun. „Það á ekki að trufla hvernig þú leikur en það kannski hafði áhrif á mig að ég missti pútt á 16. braut. Þetta gerist þegar þú ert í forystu. Það er frábært að leika svona vel í svona virtu golfmóti og einnig á afmælisdeginum.“ Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hringurinn var flottur hjá Coetzee sérstaklega í ljósi þess að sterkur vindur í morgun á Royal Liverpool gerði mörgum kylfingum erfitt fyrir. „Þetta er mitt eftirlætis risamót og gaman að leika vel í því,“ sagði hinn hægláti Coetzee sem tryggði sér keppnisrétt í mótinu með því að sigra Joburg Open mótið á Evrópumótaröðinni snemma á þessu ári. „Það er svalt að sjá nafnið sitt á toppi skortöflunnar,“ sagði Coetzee sem viðurkennir að það hafi tekið á taugarnar að vera efstur þegar hann gekk inn á 18. flöt í morgun. „Það á ekki að trufla hvernig þú leikur en það kannski hafði áhrif á mig að ég missti pútt á 16. braut. Þetta gerist þegar þú ert í forystu. Það er frábært að leika svona vel í svona virtu golfmóti og einnig á afmælisdeginum.“
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira