Átökin sem brutust út á milli Ísraela og Palestínumanna eftir fimm tíma vopnahlé þeirra eru þau verstu síðan átökin hófust fyrir tíu dögum síðan. Tuttugu og fjórir Palestínumenn féllu í átökum næturinnar, þar á meðal fimm mánaða gamalt barn og týndi einn Ísraelsmaður lífi.
Átján þúsund manns eru á vergangi og stór hluti Gaza svæðisins án rafmagns. Um 258 hafa fallið í átökunum og þúsundir eru særðir
Frá 8. júlí hefur Ísraelsher framkvæmt um 1960 árásir á Gaza, og Hamas-liðar hafa skotið um 1380 flugskeytum á Ísrael, sem flestum hefur verið grandað af loftvarnakerfi Ísraelsmanna.