Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Opna breska meistaramótið 16. júlí 2014 22:00 Augu margra verða á Woods um helgina. AP/Getty Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira