Margir leyfa sér aðeins meiri óhollustu um helgar og því tilvalið að byrja vikuna á einum meinhollum og hreinsandi drykk til þess að fara ferskur inn í vikuna.
Uppskrift:
4 gulrætur
1 lítill bútur af engifer
1 sellerístilkur
1/2 sítróna
Aðferð:
Þvoið öll hráefnin vel og skerið í hæfilega stóra bita. Setjið svo allt nema sítrónuna í safapressu. Kreistið safann úr sítrónunni í drykkinn í lokin og hrærið saman með skeið. Drekkið strax til þess að vera viss um að tapa engum næringar eða andoxunarefnum úr safanum. Njótið!
