Sport

Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir vann sex gullverðlaun.
Hafdís Sigurðardóttir vann sex gullverðlaun. vísir/daníel
ÍR bar sigur úr býtum á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kaplakrikavelli í Hafnafirði í dag. ÍR vann bæði í karla- og kvennaflokki og setti nýtt met í heildarstigakeppninni.

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, var þó stjarna mótsins en hún vann til sex gullverðlauna í Krikanum auk þess sem hún fékk eitt silfur. Magnaður árangur.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.

Hafdís kemur á undan Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur í mark.vísir/daníel
vísir/daníel
vísir/daníel
vísir/daníel

Tengdar fréttir

Öruggur sigur Hilmars

Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum.

Tvöfaldur sigur Hafdísar

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×