Sveit ÍR bar sigur úr býtum á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag.
Karlasveitin varð í fyrsta sæti með 33.078 stig og kvennasveitin endaði einnig í fyrsta sæti með 24.410 stig. Það gerir samtals 57.488 stig sem er nýtt stigamet.
ÍR-ingar luku Meistaramótinu á viðeigandi hátt; með sigri í tveimur síðustu greinunum sem voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna.
Karlasveitin kom í mark á 3:24,36 mínútum en kvennasveitin fór hringina fjóra á samtals 3:51,27 mínútum. UFA varð í öðru sæti í kvennaboðhlaupinu en FH hjá körlunum.
Sveit FH varð í öðru sæti í stigakeppninni en bæði karla- og kvennasveit félagsins varð í öðru sæti á eftir ÍR. UFA varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni þar sem kvennasveitin náði þriðja sæti og karlasveitin fimmta sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti í karlaflokki.
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, var óumdeild drottning Meistaramótsins en hún vann sex gullverðlaun (100m, 200m, 400m, 4x100m, langstökk og þrístökk) og ein silfurverðlaun.
Efstu fimm í karlaflokki:
1. ÍR 33.078 stig
2. FH 12.388
3. Breiðablik 6.485
4. Ármann 6.399
5. UFA 5.637
Efstu fimm í kvennaflokki:
1. ÍR 24.410 stig
2. FH 14.739
3. UFA 13.893
4. Breiðablik 3.857
5. Fjölnir 2.918
Heildarstigakeppnin:
1. ÍR 57.488
2. FH 27.127
3. UFA 19.530
4. Breiðablik 10.342
5. Ármann 8.055
Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu

Tengdar fréttir

Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum
Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum.

Öruggur sigur Hilmars
Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum.

Tvöfaldur sigur Hafdísar
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, varð hlutskörpust í langstökkskeppninni í kvennaflokki á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram um helgina á Kaplakrikavelli.

Hafdís vann til fernra gullverðlauna | Tvöfalt aldursflokkamet Sindra
Keppni er lokið á fyrri degi 88. Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fer fram á Kaplakrikavelli um helgina.