Bílskúrinn: Keppnin sem hafði allt Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júlí 2014 22:45 Red Bull liðið fagnaði vel með Ricciardo eftir keppnina Vísir/Getty Nú þegar lögbundið sumarfrí í Formúlu 1 er hafið er kominn tími til að líta á kappakstur helgarinnar. Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Brautin var blaut í upphafi keppninnar og tók svo að þorna eftir því sem leið á. Ökumenn glímdu í miklu návígi hring eftir hring og liðskipanir voru gefnar hjá Mercedes. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg leiddi þegar brautin var blaut og öryggisbíllinn kom út.Vísir/GettyÖryggisbíllinn og áhrif hansÞegar skammt var liðið á keppnina missti Marcus Ericsson stjórnina á Caterham bíl sínum og endaði á varnarvegg. Í kjölfar þess var öryggisbíllinn kallaður út. Tímasetningin kom sér afar illa fyrir fremstu fjóra ökumennina.Nico Rosberg, Valtteri Bottas, Sebastian Vettel og Fernando Alonso höfðu nýlega ekið framhjá aðreininni á þjónustusvæðið. Þeir hægðu svo á sér, aðrir ökumenn náðu að nýta tækifærið til framkvæma fyrstu dekkjaskiptin. Þeir félagarnir í forystunni þurftu því að aka heilan hring á eftir öryggisbílnum og taka svo þjónustuhlé. Þeir höfðu þá færst töluvert aftar í þvöguna. „Ég festist fyrir aftan öryggisbílinn og hann fór svo hægt að allir hinir sem komust strax inn á þjónustusvæðið náðu mér - það á ekki að gerast,“ sagði Rosberg sem var að vonum hnípinn eftir keppnina sem fór alls ekki eins og hann hefði viljað.Hamilton var svona þokkalega kátur með þriðja sætið.Vísir/GettyÁhlaup HamiltonLewis Hamilton fór aðra vikuna í röð af stað með að fyrir augum að lágmarka skaðan frá fyrstu lotu tímatökunnar. Nú ræsti Hamilton af stað á þjónustusvæðinu. Eftir að það kviknaði í bíl hans út frá eldsneytisleka í tímatökunni. Strax á fyrsta hring lenti Hamilton á varnarvegg og skaddaði lítilega framvængin á bíl sínum en slapp að öðru leyti vel. Þá tók við heljarinnar akstur sem skilaði Bretanum verðlaunasæti. Eftir umdeild atvik þar sem Hamilton neitaði að hægja á sér til að hleypa Rosberg fram úr og svakalega framúrakstra, endaði Hamilton í þriðja sæti en Rosberg sem ræsti á ráspól í því fjórða. Hamilton sýndi að hann kann alveg að keyra og að það borgar sig aldrei að gefast upp. Hann minnkaði forskot Rosberg í heimsmeistarkeppni ökumanna úr 14 stigum í 11, það munar um minna.Mercedes menn börðust á brautinni en voru ósammála eftir keppni um hvort hegðan Hamilton væri eðlileg.Vísir/GettyLiðskipanir MercedesStaðan á brautinni var sú að Hamilton var á undan Rosberg en á talsvert slitnari dekkjum. Rosberg hafði sýnt að hann komst hraðar. Rosberg átti greinilega erfitt með að komast í gegnum óstöðugt loftið sem kom aftan af bíl Hamilton og komst því ekki nær honum. „Hleyptu Rosberg fram úr, hann er á nýrri dekkjum og á allt annari áætlun,“ voru skilaboðin sem Hamilton fékk að heyra. Eftir skamma stund var ljóst að Hamilton ætlaði ekki að bregðast við og þá var skipunin endurtekin. Þá svaraði Hamilton „Ég ætla ekki að hægja á mér fyrir Nico, ef hann kemst nógu nálægt til að taka fram úr þá skal ég helypa honum framúr,“ sem verður hér talið rökrétt í ljósi aðstæðna á brautinni. Einnig er vert að hafa í huga að Rosberg kom ekkert nær og gaf í raun eftir. „Af hverju er hann ekki að hleypa mér fram úr?,“ spurði Rosberg í talstöðinni. Hann neitaði því svo eftir keppnina að hafa heimtað að komast fram úr. Hann sagði það hafa verið ákvörðun liðsins.Alonso líkti öðru sætinu við unna keppni.Vísir/GettyFernando Alonso skilar sínuSegja má að Alonso sé holdgervingur máltækisins margt smátt gerir eitt stórt. Ferrari maðurinn er nú sá eini sem hefur sótt stig í hverri keppni tímabilsins. Hann situr í fjórða sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er 20 stigum fyrir ofan Valteri Bottas í fimmta sæti og er því efstur þeirra sem ekki hafa unnið keppni á tímabilinu. Alonso er margrómaður fyrir færni sína undir stýri. Hann er af mörgum spekingum talinn besti ökumaðurinn í Formúlu 1 um þessar mundir. Eftir frammistöðu helgarinnar sér sá sem hér ritar ekki ástæu til að efast um það. Hann ók um það bil hálfa keppnina á sömu mjúku dekkjunum sem voru orðin griplaus með öllu undir lokin. Þrátt fyrir að hafa misst Ricciardo fram úr sér. „Annað sætið bragðast eins og ég hafi unnið,“ sagði Alonso sem hefur ekki unnið keppni síðan á Spáni í fyrra. Hér verður ekki talið tækt að skera úr um hvort Alonso eða Hamilton hafi átt akstur helgarinnar.Vettel óskar Ricciardo til hamingju eftir ungverska kappaksturinn.Vísir/GettyVettel og Ricciardo, hvor er betri?Daniel Ricciardo er nýliðinn hjá Red Bull í ár. Hann er ekki alveg kunnugur hnútunum hjá Red Bull en virðist vera fljótur að átta sig. Hann er að minnsta kosti búinn að gera lítið úr fjórföldum ríkjandi heimsmeistara og liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel í ár. Ricciardo er þó ekki að gera lítið úr Vettel með orðaskaki. Hann tekur hann frekar reglulega í kennslustund á brautinni. Sem er virðingarvert. Sebastian Vettel er í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með 88 stig. Ricciardo er í þriðja sæti með 131 stig og tvær unnar keppnir nú þegar sumarfríið er brostið á. Það má ekki gleyma tímatökunum, Ricciardo hefur haft betur í sjö af ellefu sem ram hafa farið hingað til. Ekki má gleyma þriðja sætinu sem dæmt var af Ricciardo í fyrstu keppni tímabilsins. Hann væri enn nær Rosberg í keppni ökumanna ef sú keppni teldi til stiga fyrir hann. Það er of djúpt í árina tekið að fullyrða að Ricciardo sé betri en Vettel (fjórfaldi heimsmeistarinn) en hann er allavega ekki verri og hefur átt betra tímabil hingað til. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Daniel Ricciardo fyrstur í mark í Ungverjalandi Daniel Ricciardo á Red Bull varð fyrstur, Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 27. júlí 2014 13:58 Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30 Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. 25. júlí 2014 22:45 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15 Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nú þegar lögbundið sumarfrí í Formúlu 1 er hafið er kominn tími til að líta á kappakstur helgarinnar. Ungverski kappaksturinn var viðburðaríkur og spennandi. Hann hafði eiginleg allt sem góður kappakstur getur haft fram að færa. Brautin var blaut í upphafi keppninnar og tók svo að þorna eftir því sem leið á. Ökumenn glímdu í miklu návígi hring eftir hring og liðskipanir voru gefnar hjá Mercedes. Það afdrifaríkasta og afbrigðilegasta sem gerðist verður skoðað í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg leiddi þegar brautin var blaut og öryggisbíllinn kom út.Vísir/GettyÖryggisbíllinn og áhrif hansÞegar skammt var liðið á keppnina missti Marcus Ericsson stjórnina á Caterham bíl sínum og endaði á varnarvegg. Í kjölfar þess var öryggisbíllinn kallaður út. Tímasetningin kom sér afar illa fyrir fremstu fjóra ökumennina.Nico Rosberg, Valtteri Bottas, Sebastian Vettel og Fernando Alonso höfðu nýlega ekið framhjá aðreininni á þjónustusvæðið. Þeir hægðu svo á sér, aðrir ökumenn náðu að nýta tækifærið til framkvæma fyrstu dekkjaskiptin. Þeir félagarnir í forystunni þurftu því að aka heilan hring á eftir öryggisbílnum og taka svo þjónustuhlé. Þeir höfðu þá færst töluvert aftar í þvöguna. „Ég festist fyrir aftan öryggisbílinn og hann fór svo hægt að allir hinir sem komust strax inn á þjónustusvæðið náðu mér - það á ekki að gerast,“ sagði Rosberg sem var að vonum hnípinn eftir keppnina sem fór alls ekki eins og hann hefði viljað.Hamilton var svona þokkalega kátur með þriðja sætið.Vísir/GettyÁhlaup HamiltonLewis Hamilton fór aðra vikuna í röð af stað með að fyrir augum að lágmarka skaðan frá fyrstu lotu tímatökunnar. Nú ræsti Hamilton af stað á þjónustusvæðinu. Eftir að það kviknaði í bíl hans út frá eldsneytisleka í tímatökunni. Strax á fyrsta hring lenti Hamilton á varnarvegg og skaddaði lítilega framvængin á bíl sínum en slapp að öðru leyti vel. Þá tók við heljarinnar akstur sem skilaði Bretanum verðlaunasæti. Eftir umdeild atvik þar sem Hamilton neitaði að hægja á sér til að hleypa Rosberg fram úr og svakalega framúrakstra, endaði Hamilton í þriðja sæti en Rosberg sem ræsti á ráspól í því fjórða. Hamilton sýndi að hann kann alveg að keyra og að það borgar sig aldrei að gefast upp. Hann minnkaði forskot Rosberg í heimsmeistarkeppni ökumanna úr 14 stigum í 11, það munar um minna.Mercedes menn börðust á brautinni en voru ósammála eftir keppni um hvort hegðan Hamilton væri eðlileg.Vísir/GettyLiðskipanir MercedesStaðan á brautinni var sú að Hamilton var á undan Rosberg en á talsvert slitnari dekkjum. Rosberg hafði sýnt að hann komst hraðar. Rosberg átti greinilega erfitt með að komast í gegnum óstöðugt loftið sem kom aftan af bíl Hamilton og komst því ekki nær honum. „Hleyptu Rosberg fram úr, hann er á nýrri dekkjum og á allt annari áætlun,“ voru skilaboðin sem Hamilton fékk að heyra. Eftir skamma stund var ljóst að Hamilton ætlaði ekki að bregðast við og þá var skipunin endurtekin. Þá svaraði Hamilton „Ég ætla ekki að hægja á mér fyrir Nico, ef hann kemst nógu nálægt til að taka fram úr þá skal ég helypa honum framúr,“ sem verður hér talið rökrétt í ljósi aðstæðna á brautinni. Einnig er vert að hafa í huga að Rosberg kom ekkert nær og gaf í raun eftir. „Af hverju er hann ekki að hleypa mér fram úr?,“ spurði Rosberg í talstöðinni. Hann neitaði því svo eftir keppnina að hafa heimtað að komast fram úr. Hann sagði það hafa verið ákvörðun liðsins.Alonso líkti öðru sætinu við unna keppni.Vísir/GettyFernando Alonso skilar sínuSegja má að Alonso sé holdgervingur máltækisins margt smátt gerir eitt stórt. Ferrari maðurinn er nú sá eini sem hefur sótt stig í hverri keppni tímabilsins. Hann situr í fjórða sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er 20 stigum fyrir ofan Valteri Bottas í fimmta sæti og er því efstur þeirra sem ekki hafa unnið keppni á tímabilinu. Alonso er margrómaður fyrir færni sína undir stýri. Hann er af mörgum spekingum talinn besti ökumaðurinn í Formúlu 1 um þessar mundir. Eftir frammistöðu helgarinnar sér sá sem hér ritar ekki ástæu til að efast um það. Hann ók um það bil hálfa keppnina á sömu mjúku dekkjunum sem voru orðin griplaus með öllu undir lokin. Þrátt fyrir að hafa misst Ricciardo fram úr sér. „Annað sætið bragðast eins og ég hafi unnið,“ sagði Alonso sem hefur ekki unnið keppni síðan á Spáni í fyrra. Hér verður ekki talið tækt að skera úr um hvort Alonso eða Hamilton hafi átt akstur helgarinnar.Vettel óskar Ricciardo til hamingju eftir ungverska kappaksturinn.Vísir/GettyVettel og Ricciardo, hvor er betri?Daniel Ricciardo er nýliðinn hjá Red Bull í ár. Hann er ekki alveg kunnugur hnútunum hjá Red Bull en virðist vera fljótur að átta sig. Hann er að minnsta kosti búinn að gera lítið úr fjórföldum ríkjandi heimsmeistara og liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel í ár. Ricciardo er þó ekki að gera lítið úr Vettel með orðaskaki. Hann tekur hann frekar reglulega í kennslustund á brautinni. Sem er virðingarvert. Sebastian Vettel er í sjötta sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með 88 stig. Ricciardo er í þriðja sæti með 131 stig og tvær unnar keppnir nú þegar sumarfríið er brostið á. Það má ekki gleyma tímatökunum, Ricciardo hefur haft betur í sjö af ellefu sem ram hafa farið hingað til. Ekki má gleyma þriðja sætinu sem dæmt var af Ricciardo í fyrstu keppni tímabilsins. Hann væri enn nær Rosberg í keppni ökumanna ef sú keppni teldi til stiga fyrir hann. Það er of djúpt í árina tekið að fullyrða að Ricciardo sé betri en Vettel (fjórfaldi heimsmeistarinn) en hann er allavega ekki verri og hefur átt betra tímabil hingað til.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00 Daniel Ricciardo fyrstur í mark í Ungverjalandi Daniel Ricciardo á Red Bull varð fyrstur, Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 27. júlí 2014 13:58 Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30 Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. 25. júlí 2014 22:45 Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15 Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bílskúrinn: Heimamaður vann á Hockenheim Nico Rosberg á Mercedes vann þýska kappaksturinn um helgina. Það var í fyrsta sinn sem þjóðverji vinnur Formúlu 1 keppni í Þýskalandi í þýskum bíl. Hvað eru mörg Þ í því? 21. júlí 2014 23:00
Daniel Ricciardo fyrstur í mark í Ungverjalandi Daniel Ricciardo á Red Bull varð fyrstur, Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 27. júlí 2014 13:58
Hamilton: Ég geri mitt besta Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var ósáttur með hvernig fór í tímatökunni fyrir kappaksturinn sem fer fram í Ungverjalandi á morgun. 26. júlí 2014 21:30
Hamilton fljótastur á æfingum í Ungverjalandi Æfingar fóru fram í dag fyrir ungverska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. 25. júlí 2014 22:45
Nico Rosberg á ráspól í Ungverjalandi Nico Rosberg á Mercedes náði sínum sjötta ráspól á tímabilinu í tímatöku dagsins. Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 26. júlí 2014 13:15
Ricciardo langar ekkert að keyra fyrir Ferrari Daniel Ricciardo ökumaður Red Bull hefur engan áhuga á að aka fyrir hið ítalska lið Ferrari. Hann fullyrðir að hann sé betur settur hjá Red Bull. 24. júlí 2014 16:45