Myndband af ótrúlegri frammistöðu tveggja borðtennisspilara fer eins og eldur um sinu í netheimum. Þar sjást Nígeríumaðurinn Segun Toriola og Gao Ning frá Singapúr skjóta boltanum 41 sinni á milli sín, af gríðarlegu afli og á miklum hraða.
Þeir öttu kappi á Samveldisleikunum í gær og var leikur þeirra hluti af keppni á milli Nígeríu og Singapúr í borðtennis.
Þrátt fyrir að Toriola hafi náð stiginu í þessari ótrúlegu atlögu borðtenniskappanna, var það Ning sem stóð uppi sem sigurvegari að lokum. Ning vann leikinn 3 – 1.