Hætta að framleiða bíla í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2014 09:53 Verksmiðja Renault í Rússlandi. Bílaframleiðendur sem reist hafa verksmiðjur í Rússlandi íhuga nú að loka þeim. Liggja þar nokkrar ástæður að baki. Fyrir það fyrsta er hríðlækkandi sala nýrra bíla í Rússlandi og gæti bílamarkaðurinn í ár hrunið um 26-30%. Auk þess fara skattar á þá nýju bíla sem fluttir eru inn til Rússlands lækkandi vegna alþjóðasamninga sem Rússar hafa undirritað. Þeir hafa verið 25% fram að þessu og því hefur borgað sig fyrir erlenda bílaframleiðendur að framleiða bíla sína í Rússlandi. Þessi skattur mun lækka í þrepum niður í 15% til ársins 2019 og því verður sífellt minni ávinningur fólginn í því að framleiða bíla í Rússlandi. Áður en hin mikla ólga skapaðist í Rússlandi vegna átakanna á Krímskaga hafði því verið spáð að 2,9 milljónir bíla myndu seljast í Rússlandi í ár, en nú er aðeins búist við að það verði ríflega 2 milljónir bíla. Fyrir ólguna var því spáð að Rússland myndi taka við krúnunni af Þýskalandi sem stærsta bílasöluland Evrópu árið 2016. Það er hætt við því að svo verði ekki í bráð. Núna er um 52% nýrra bíla sem seldir eru í Rússlandi framleiddir þar, en spáð er að sú tala fari niður í 26%. Ekki yrði það til að hjálpa atvinnulífinu í Rússlandi og frekara skref til einangrunar landsins. Mjög lítill hluti þeirra nýju bíla sem seljast í Rússlandi eru framleiddir af innlendum framleiðendunum og hefur hluti þeirra farið síminnkandi á undanförnum árum. Það gæti þó breyst með þessum hræringum. Búist er þó við því að frönsku framleiðendurnir PSA og Renault, auk BMW, sem öll hafa náð góðum árangri í sölu bíla í Rússlandi, muni halda áfram að framleiða bíla þar. Ef ástandið í Rússlandi heldur áfram að versna er þó alls ekki víst að það gangi eftir. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Bílaframleiðendur sem reist hafa verksmiðjur í Rússlandi íhuga nú að loka þeim. Liggja þar nokkrar ástæður að baki. Fyrir það fyrsta er hríðlækkandi sala nýrra bíla í Rússlandi og gæti bílamarkaðurinn í ár hrunið um 26-30%. Auk þess fara skattar á þá nýju bíla sem fluttir eru inn til Rússlands lækkandi vegna alþjóðasamninga sem Rússar hafa undirritað. Þeir hafa verið 25% fram að þessu og því hefur borgað sig fyrir erlenda bílaframleiðendur að framleiða bíla sína í Rússlandi. Þessi skattur mun lækka í þrepum niður í 15% til ársins 2019 og því verður sífellt minni ávinningur fólginn í því að framleiða bíla í Rússlandi. Áður en hin mikla ólga skapaðist í Rússlandi vegna átakanna á Krímskaga hafði því verið spáð að 2,9 milljónir bíla myndu seljast í Rússlandi í ár, en nú er aðeins búist við að það verði ríflega 2 milljónir bíla. Fyrir ólguna var því spáð að Rússland myndi taka við krúnunni af Þýskalandi sem stærsta bílasöluland Evrópu árið 2016. Það er hætt við því að svo verði ekki í bráð. Núna er um 52% nýrra bíla sem seldir eru í Rússlandi framleiddir þar, en spáð er að sú tala fari niður í 26%. Ekki yrði það til að hjálpa atvinnulífinu í Rússlandi og frekara skref til einangrunar landsins. Mjög lítill hluti þeirra nýju bíla sem seljast í Rússlandi eru framleiddir af innlendum framleiðendunum og hefur hluti þeirra farið síminnkandi á undanförnum árum. Það gæti þó breyst með þessum hræringum. Búist er þó við því að frönsku framleiðendurnir PSA og Renault, auk BMW, sem öll hafa náð góðum árangri í sölu bíla í Rússlandi, muni halda áfram að framleiða bíla þar. Ef ástandið í Rússlandi heldur áfram að versna er þó alls ekki víst að það gangi eftir.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent