Tim Clark sigraði í Kanada eftir frábæran endasprett 28. júlí 2014 17:30 Tim Clark fagnar sigrinum í gær. AP/Getty Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sigraði á Opna kanadíska meistaramótinu með glæsibrag í gær en það gerði hann með því að fá fimm fugla á síðustu átta holunum í ausandi rigningu á Royal Montreal vellinum. Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk leiddi mótið með þremur höggum fyrir lokahringinn sem hann lék á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hann endaði því samtals á 16 höggum undir pari sem dugði ekki þar sem Clark lék lokahringinn á 65 höggum eða fimm undir en hann endaði mótið samtals á 17 höggum undir pari. Sigur Clark er hans annar á PGA-mótaröðinni en áður hafði hann sigrað á Players meistaramótinu árið 2010. Jim Furyk hefur heldur ekki sigrað í móti á PGA-mótaröðinni síðan árið 2010 og hann þarf því að bíða aðeins lengur eftir næsta sigri. Furyk getur þó huggað sig við það að hann er í frábæru formi þessa dagana en hann var einnig í toppbaráttunni á Opna breska meistaramótinu fyrir stuttu ásamt því að hafa halað inn rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna í verðlaunafé á árinu sem þykir afar gott. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er eitt það stærsta á ári hverju en það er Bridgestone Invitational mótið sem er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Þar munu allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods vann mótið í fyrra og á titil að verja. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sigraði á Opna kanadíska meistaramótinu með glæsibrag í gær en það gerði hann með því að fá fimm fugla á síðustu átta holunum í ausandi rigningu á Royal Montreal vellinum. Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk leiddi mótið með þremur höggum fyrir lokahringinn sem hann lék á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Hann endaði því samtals á 16 höggum undir pari sem dugði ekki þar sem Clark lék lokahringinn á 65 höggum eða fimm undir en hann endaði mótið samtals á 17 höggum undir pari. Sigur Clark er hans annar á PGA-mótaröðinni en áður hafði hann sigrað á Players meistaramótinu árið 2010. Jim Furyk hefur heldur ekki sigrað í móti á PGA-mótaröðinni síðan árið 2010 og hann þarf því að bíða aðeins lengur eftir næsta sigri. Furyk getur þó huggað sig við það að hann er í frábæru formi þessa dagana en hann var einnig í toppbaráttunni á Opna breska meistaramótinu fyrir stuttu ásamt því að hafa halað inn rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna í verðlaunafé á árinu sem þykir afar gott. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er eitt það stærsta á ári hverju en það er Bridgestone Invitational mótið sem er einnig hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Þar munu allir bestu kylfingar heims taka þátt en Tiger Woods vann mótið í fyrra og á titil að verja.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira