Mikið vatn og aðalveiðistaðurinn næstum því óveiðandi Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2014 20:30 Hnausastrengur hefur verið óveiðandi marga daga í sumar vegna mikils vatns í ánni Vatnsdalsá hefur verið í ágætum málum það sem af er sumri og í dag eru komnir 256 laxar á land og þá á samt eftir að bóka síðdegisvaktina. Áin væri líklega í mun hærri tölu ef það væri ekki fyrir gífurlegt vatn í henni í allt sumar. Það er búið að vera svo mikið vatn að aðalveiðistaður hennar hefur varla verið veiðanlegur en það er stórlaxastaðurinn Hnausastrengur sem þó gaf 6 laxa á fimmtudaginn. "Hér eru veiðimenn að setja í stóra laxa og stórar bleikjur þrátt fyrir að það sé mikið vatn í ánni. Sem dæmi um stórar bleikjur erum við að ná 60-65 sm bleikjum reglulega og eins hefur verið mikið af fallegum sjóbirting að ganga" sagði Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár í samtali við vefinn í dag. "Veðrið hefur auðvitað verið þannig að hér eru allir hættir að hugsa um og tala um veður. Ef einhver spyr hvernig veðrið sé bendum við á veðurstein sem er búið að setja upp við veiðihúsið. Ef hann er blautur þá er rigning, svo einfalt er það" bætti Pétur við. Áin er líklega í 25 rúmmetrum á verstu dögunum sem er um þrefalt meðalrennsli. Ef það sjatnar í ánni má reikna með auknum krafti í veiðinni því það er lax að ganga í hana á hverjum degi og loksins fyrir fáum dögum fóru veiðimenn að verða varir við sálax í einhverjum mæli. Það er reyndar algengt að Vatnsdalsá fái ekki sýnar smálxagöngur fyrr en fyrstu dagana í ágúst og ef það er farið að bera á smálaxi núna gæti skemmtilegur tími verið framundan í ánni. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði
Vatnsdalsá hefur verið í ágætum málum það sem af er sumri og í dag eru komnir 256 laxar á land og þá á samt eftir að bóka síðdegisvaktina. Áin væri líklega í mun hærri tölu ef það væri ekki fyrir gífurlegt vatn í henni í allt sumar. Það er búið að vera svo mikið vatn að aðalveiðistaður hennar hefur varla verið veiðanlegur en það er stórlaxastaðurinn Hnausastrengur sem þó gaf 6 laxa á fimmtudaginn. "Hér eru veiðimenn að setja í stóra laxa og stórar bleikjur þrátt fyrir að það sé mikið vatn í ánni. Sem dæmi um stórar bleikjur erum við að ná 60-65 sm bleikjum reglulega og eins hefur verið mikið af fallegum sjóbirting að ganga" sagði Pétur Pétursson leigutaki Vatnsdalsár í samtali við vefinn í dag. "Veðrið hefur auðvitað verið þannig að hér eru allir hættir að hugsa um og tala um veður. Ef einhver spyr hvernig veðrið sé bendum við á veðurstein sem er búið að setja upp við veiðihúsið. Ef hann er blautur þá er rigning, svo einfalt er það" bætti Pétur við. Áin er líklega í 25 rúmmetrum á verstu dögunum sem er um þrefalt meðalrennsli. Ef það sjatnar í ánni má reikna með auknum krafti í veiðinni því það er lax að ganga í hana á hverjum degi og loksins fyrir fáum dögum fóru veiðimenn að verða varir við sálax í einhverjum mæli. Það er reyndar algengt að Vatnsdalsá fái ekki sýnar smálxagöngur fyrr en fyrstu dagana í ágúst og ef það er farið að bera á smálaxi núna gæti skemmtilegur tími verið framundan í ánni.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði