Hamas þvertók fyrir að samþykkja tillögur um vopnahlé. Um tuttugu eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael. Ísraelskur hermaður lést í nótt og annar særðist. Þar með hafa fjörutíu og þrír Ísraelsmann fallið í átökunum sem hófust með loftárásum Ísraelshers áttunda júlí síðastliðinn. Vel yfir þúsund Palestínuenn hafa fallið á Gaza, þar af þrír í nótt, og á sjötta þúsund særst.

Talsmaður ríkisstjórnar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði á samskiptamiðlinum Twitter í nótt að Hamas hafi með ákvörðun sinni hafnað vopnahléi á grundvelli mannúðarsjónarmiðar og að samtökin bæru alfarið ábyrgð á áframhaldandi átökum og blóðsúthellingum.
Fulltrúi Hamas ítrekaði um hæl að skilmálar Ísrael fryrir vopnahléi væru óásættanleg.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri heim til Washington í gær eftir langar og árangurslausar viðræður í Kaíró.
Í frétt New York Times kemur fram að sumir ísraelskir stjórnmálamenn vilji auka hörkuna í árásum hersins, gegn Hamas og öðru samtökum sem þeir telja að ógni Ísraelsríki.
