„Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Randver Kári Randversson skrifar 23. júlí 2014 16:00 Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn félagsins Ísland-Palestína á Ingólfstorgi. Vísir/Arnþór/Vilhelm „Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“ Gasa Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
„Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“
Gasa Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira