Fjórir hið minnsta létust og fimmtán særðust eftir að Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahúsið. Starfsmenn spítalans eru á meðal hinna særðu, en mikill skortur er á allri heilbrigðisþjónustu og hrópa Palestínumenn eftir aðstoð frá alþjóðasamtökum.
Þetta er í fjórða sinn sem sprengjum er varpað á spítala á Gaza svæðinu síðan átök hófust fyrir tæpum tveimur vikum.
Alls hafa rúmlega sex hundruð látist og yfir þrjú þúsund eru særðir. Stór hluti svæðisins er rafmagnslaus og eru þúsundir á vergangi, en um áttatíu og fimm þúsund manns hafa leitað skjóls í flóttamannamiðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.
Myndbandið má sjá hér að neðan