Næst keppi ég við einn af þeim bestu Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar 21. júlí 2014 08:30 Vísir/Getty „Ég gerði ein mistök og hann nýtti sér þau. Gunnar er mjög góður. Hann er afar klókur og auðmjúkur sigurvegari,“ sagði Zak Cummings eftir að hafa tapað fyrir Gunnari Nelson á UFC-kvöldi í Dublin. Eftir rólega fyrstu lotu keyrði Gunnar upp hraðann í næstu lotu, náði Cummings í gólfið og kláraði hann fljótt. Ótrúlegur bardagi og er Gunnar nú búinn að keppa fjórtán sinnum í MMA án þess að tapa. Hann gerði jafntefli í fyrsta bardaga sínum árið 2007 en síðan hefur hann pakkað andstæðingum sínum saman. „Ég vissi að þetta væri reyndur glímumaður og það sýndi sig. Hann vissi vel hvað hann var að gera og varðist vel. Hann hélt mér frá sér og það tók mig tíma að lesa í hann. Ég pressaði hann meira í annarri lotu og þá kom þetta. Það hefði verið gott að klára fljótt en það sem er mikilvægara er að klára bardaga örugglega. Ég passa upp á að fara ekki of geyst,“ segir Gunnar en það sá ekki á honum eftir bardagann. Stemningin í 02 Arena var hreint rosaleg á kvöldinu og vanir menn sögðust aldrei hafa komið í aðra eins stemningu. Er Conor McGregor vann lokabardagann sturlaðist allt og menn fleygðu bjórglösunum upp í loft. Það flugu hundruð lítra af bjór út um allt. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Lætin og orkan í áhorfendum var ótrúleg. Þetta var alveg fáránlegt. Ég tek venjulega ekki of mikið eftir áhorfendum en þetta var eins og á risastórum fótboltavelli þar sem allt var truflað,“ segir Gunnar en mest mældist hávaðinn 111 desibel en á rokktónleikar ku það vera 110 desibel. Þetta var alvöru. Írarnir gjörsamlega elska Gunnar og hann fékk frábæran stuðning úr stúkunni. „Ég hef verið svo mikið hérna að það er fullt af fólki hér sem taldi mig vera írskan en ég veit ekki hvort það er þannig enn í dag,“ segir Gunnar og glottir. Nú spyrja menn hvað bíði Gunnars næst. Hann vill fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu í sínum flokki en forseti UFC, Dana White, segist vilja bíða aðeins með Gunnar. „Hann sagðist ekki vera hlynntur því að rífa svona unga menn strax upp. Mér finnst þetta hafa verið nógu hægt og ég held að næsti bardagi verði gegn einum af fimm bestu. Ég held að það sé ekki spurning og ég hugsa að Dana verði við bón minni.“ Gunnar og þrír Írar sem börðust á laugardag eru undir handleiðslu þjálfarans John Kavanagh og allir strákarnir hans unnu. Gunnar ber Kavanagh afar vel söguna. „Ég hef aldrei farið í eins góðar æfingabúðir og fyrir þennan bardaga. John er þjálfarinn. Ég hef alltaf vitað það og núna vita fleiri það. Hann er snillingur og klár í að vinna með ólíkum mönnum. Hann á mikið í mér og ég tók mikið frá honum,“ sagði Gunnar sáttur um þjálfarann sinn. MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu | Myndband Gunnar Nelson hengdi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í annarri lotu. 19. júlí 2014 22:05 Þjálfari Gunnars: Frábærar æfingabúðir á Íslandi Þjálfari Gunnars Nelson er Írinn John Kavanagh en hann þjálfar einnig Conor McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins í Dublin. 19. júlí 2014 16:30 Gunnar segir aldrei rassgat en samt elska hann allir Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, er mættur til Dublin og var viðstaddur vigtunina í gær. Í kjölfarið hélt hann líklega lengsta blaðamannafund allra tíma. Þrátt fyrir það var fundurinn þrælskemmtilegur. 19. júlí 2014 12:15 Gunnar fékk tæpar sex milljónir í bónus Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu peningaverðlaun í kvöld fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. 19. júlí 2014 22:24 Gunnar hengdi Cummings í annarri lotu Enn ósigraður í MMA eftir glæsilegan sigur á Bandaríkjamanninum í Dyflinni í kvöld. 19. júlí 2014 00:01 Forseti UFC vill að Gunnar fari sér hægt Dana White, forseti UFC, sagði fyrir helgi að hann væri ekki viss um hvort það væri kominn tími á að Gunnar Nelson myndi berjast við menn á topp tíu í sínum þyngdarflokki. 19. júlí 2014 22:42 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
„Ég gerði ein mistök og hann nýtti sér þau. Gunnar er mjög góður. Hann er afar klókur og auðmjúkur sigurvegari,“ sagði Zak Cummings eftir að hafa tapað fyrir Gunnari Nelson á UFC-kvöldi í Dublin. Eftir rólega fyrstu lotu keyrði Gunnar upp hraðann í næstu lotu, náði Cummings í gólfið og kláraði hann fljótt. Ótrúlegur bardagi og er Gunnar nú búinn að keppa fjórtán sinnum í MMA án þess að tapa. Hann gerði jafntefli í fyrsta bardaga sínum árið 2007 en síðan hefur hann pakkað andstæðingum sínum saman. „Ég vissi að þetta væri reyndur glímumaður og það sýndi sig. Hann vissi vel hvað hann var að gera og varðist vel. Hann hélt mér frá sér og það tók mig tíma að lesa í hann. Ég pressaði hann meira í annarri lotu og þá kom þetta. Það hefði verið gott að klára fljótt en það sem er mikilvægara er að klára bardaga örugglega. Ég passa upp á að fara ekki of geyst,“ segir Gunnar en það sá ekki á honum eftir bardagann. Stemningin í 02 Arena var hreint rosaleg á kvöldinu og vanir menn sögðust aldrei hafa komið í aðra eins stemningu. Er Conor McGregor vann lokabardagann sturlaðist allt og menn fleygðu bjórglösunum upp í loft. Það flugu hundruð lítra af bjór út um allt. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Lætin og orkan í áhorfendum var ótrúleg. Þetta var alveg fáránlegt. Ég tek venjulega ekki of mikið eftir áhorfendum en þetta var eins og á risastórum fótboltavelli þar sem allt var truflað,“ segir Gunnar en mest mældist hávaðinn 111 desibel en á rokktónleikar ku það vera 110 desibel. Þetta var alvöru. Írarnir gjörsamlega elska Gunnar og hann fékk frábæran stuðning úr stúkunni. „Ég hef verið svo mikið hérna að það er fullt af fólki hér sem taldi mig vera írskan en ég veit ekki hvort það er þannig enn í dag,“ segir Gunnar og glottir. Nú spyrja menn hvað bíði Gunnars næst. Hann vill fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu í sínum flokki en forseti UFC, Dana White, segist vilja bíða aðeins með Gunnar. „Hann sagðist ekki vera hlynntur því að rífa svona unga menn strax upp. Mér finnst þetta hafa verið nógu hægt og ég held að næsti bardagi verði gegn einum af fimm bestu. Ég held að það sé ekki spurning og ég hugsa að Dana verði við bón minni.“ Gunnar og þrír Írar sem börðust á laugardag eru undir handleiðslu þjálfarans John Kavanagh og allir strákarnir hans unnu. Gunnar ber Kavanagh afar vel söguna. „Ég hef aldrei farið í eins góðar æfingabúðir og fyrir þennan bardaga. John er þjálfarinn. Ég hef alltaf vitað það og núna vita fleiri það. Hann er snillingur og klár í að vinna með ólíkum mönnum. Hann á mikið í mér og ég tók mikið frá honum,“ sagði Gunnar sáttur um þjálfarann sinn.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu | Myndband Gunnar Nelson hengdi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í annarri lotu. 19. júlí 2014 22:05 Þjálfari Gunnars: Frábærar æfingabúðir á Íslandi Þjálfari Gunnars Nelson er Írinn John Kavanagh en hann þjálfar einnig Conor McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins í Dublin. 19. júlí 2014 16:30 Gunnar segir aldrei rassgat en samt elska hann allir Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, er mættur til Dublin og var viðstaddur vigtunina í gær. Í kjölfarið hélt hann líklega lengsta blaðamannafund allra tíma. Þrátt fyrir það var fundurinn þrælskemmtilegur. 19. júlí 2014 12:15 Gunnar fékk tæpar sex milljónir í bónus Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu peningaverðlaun í kvöld fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. 19. júlí 2014 22:24 Gunnar hengdi Cummings í annarri lotu Enn ósigraður í MMA eftir glæsilegan sigur á Bandaríkjamanninum í Dyflinni í kvöld. 19. júlí 2014 00:01 Forseti UFC vill að Gunnar fari sér hægt Dana White, forseti UFC, sagði fyrir helgi að hann væri ekki viss um hvort það væri kominn tími á að Gunnar Nelson myndi berjast við menn á topp tíu í sínum þyngdarflokki. 19. júlí 2014 22:42 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Sjá meira
Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu | Myndband Gunnar Nelson hengdi Bandaríkjamanninn Zak Cummings í annarri lotu. 19. júlí 2014 22:05
Þjálfari Gunnars: Frábærar æfingabúðir á Íslandi Þjálfari Gunnars Nelson er Írinn John Kavanagh en hann þjálfar einnig Conor McGregor sem er í aðalbardaga kvöldsins í Dublin. 19. júlí 2014 16:30
Gunnar segir aldrei rassgat en samt elska hann allir Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, er mættur til Dublin og var viðstaddur vigtunina í gær. Í kjölfarið hélt hann líklega lengsta blaðamannafund allra tíma. Þrátt fyrir það var fundurinn þrælskemmtilegur. 19. júlí 2014 12:15
Gunnar fékk tæpar sex milljónir í bónus Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu peningaverðlaun í kvöld fyrir bestu frammistöðu kvöldsins. 19. júlí 2014 22:24
Gunnar hengdi Cummings í annarri lotu Enn ósigraður í MMA eftir glæsilegan sigur á Bandaríkjamanninum í Dyflinni í kvöld. 19. júlí 2014 00:01
Forseti UFC vill að Gunnar fari sér hægt Dana White, forseti UFC, sagði fyrir helgi að hann væri ekki viss um hvort það væri kominn tími á að Gunnar Nelson myndi berjast við menn á topp tíu í sínum þyngdarflokki. 19. júlí 2014 22:42
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn