Forystusauðirnir á opna breska meistaramótinu í golfi eru farnir af stað á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Rory McIlroy fór af stað með látum.
McIlroy fékk fugl á fyrstu holunni og kom forystu sinni í sjö högg því Ricke Fowler sem er í öðru sæti fékk par.
Fowler svaraði fugli McIlroy á annarri holu og minnkaði muninn aftur í sex högg því Norður-Írinn fór á pari.
Sergio Garcia byrjaði einnig vel og er tvo undir eftir þrjár holur og alls á ellefu undir, sex höggum á eftir McIlroy sem er á 17 undir pari alls.
Frábær byrjun hjá efstu mönnum en mikið þarf að gerast til að McIlroy missi örugga forystu sína. Hægt er að fylgjast með mótinu á Golfstöðinni.
Efstu menn fara vel af stað
