Ramez ekki lofað að hann yrði ekki sendur til Palestínu Randver Kári Randversson skrifar 30. júlí 2014 13:57 Ramez Rassas Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu. Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu.
Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19
„Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00