Elías Már: Fæ mér stundum plokkfisk fyrir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2014 13:30 Elías Már á fullri ferð gegn Fram í átta liða úrslitum bikarsins. vísir/daníel „Maður er orðinn vel spenntur fyrir leiknum í kvöld,“ segir Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, en Keflvíkingar mæta Víkingi í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Nettó-vellinum í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Mér sýnist allir í bænum vera orðnir mjög spenntir fyrir þessu. Það er gaman að komast í undanúrslit bikars og fá að spila hann á heimavelli,“ segir Elías Már, en 17 ár eru síðast undanúrslitaleikur í bikar fór síðast fram í Keflavík. Keflavík varð síðast bikarmeistari árið 2006, en það lagði þá Víking í undanúrslitum á Laugardalsvelli, 4-0. Elías Már var á vellinum þá og ætlar að reyna að sjá til þess að úrslitin falli aftur með hans mönnum. „Það er ekkert annað í boði,“ segir Elías Már, en Keflavík tapaði fyrir Víkingi í Pepsi-deildinni á dögunum, 3-1. Hvað þurfa þeir að gera betur í kvöld? „Við vorum svolítið opnir inni á miðjunni. Þetta var slakur leikur hjá okkur og við ætlum að bæta úr því. Við erum búnir að fara yfir taktíkina og leggja upp leikinn. Við erum spenntir og ætlum að vinna þennan leik.“ Nánast allir leikmenn hafa ákveðna rútínu á leikdegi og Elías Már er ekki frábrugðin öðrum. Hvað gera 19 ára framherjar fyrir stærsta leik ferilsins? „Yfirleitt vakna ég sem fyrst á leikdegi. Ég fæ mér göngutúr, kaffibolla og horfi aðeins á sjónvarpið. Svo fæ ég mér eitthvað gott að borða - stundum plokkfisk, eða bara eitthvað sem mamma er með í boði,“ segir Elías Már Ómarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00 Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Maður er orðinn vel spenntur fyrir leiknum í kvöld,“ segir Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, en Keflvíkingar mæta Víkingi í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Nettó-vellinum í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Mér sýnist allir í bænum vera orðnir mjög spenntir fyrir þessu. Það er gaman að komast í undanúrslit bikars og fá að spila hann á heimavelli,“ segir Elías Már, en 17 ár eru síðast undanúrslitaleikur í bikar fór síðast fram í Keflavík. Keflavík varð síðast bikarmeistari árið 2006, en það lagði þá Víking í undanúrslitum á Laugardalsvelli, 4-0. Elías Már var á vellinum þá og ætlar að reyna að sjá til þess að úrslitin falli aftur með hans mönnum. „Það er ekkert annað í boði,“ segir Elías Már, en Keflavík tapaði fyrir Víkingi í Pepsi-deildinni á dögunum, 3-1. Hvað þurfa þeir að gera betur í kvöld? „Við vorum svolítið opnir inni á miðjunni. Þetta var slakur leikur hjá okkur og við ætlum að bæta úr því. Við erum búnir að fara yfir taktíkina og leggja upp leikinn. Við erum spenntir og ætlum að vinna þennan leik.“ Nánast allir leikmenn hafa ákveðna rútínu á leikdegi og Elías Már er ekki frábrugðin öðrum. Hvað gera 19 ára framherjar fyrir stærsta leik ferilsins? „Yfirleitt vakna ég sem fyrst á leikdegi. Ég fæ mér göngutúr, kaffibolla og horfi aðeins á sjónvarpið. Svo fæ ég mér eitthvað gott að borða - stundum plokkfisk, eða bara eitthvað sem mamma er með í boði,“ segir Elías Már Ómarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00 Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - West Ham | Kominn tími á deildarsigur? Enski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Í beinni: Tottenham - Crystal Palace | Lundúnaslagur Enski boltinn Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00
Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30