AP fréttaveitan segir þó að hluti sendinefndar Palestínumann hafi ekki yfirgefið Kaíró og að þeir vilji áframhaldandi viðræður, þrátt fyrir að vopnahléið sem stóð yfir í þrjá daga sé ekki í gildi lengur.
Formaður sendinefndar Palestínumanna sagði fjölmiðlum í dag að þeir vildu reyna áfram að komast að samkomulagi sem tryggi réttindi íbúa Palestínu. Þeir vilja að landamæri Gasasvæðisins verði opnuð, en Ísraelsmenn settu svæðið í herkví eftir að Hamas samtökin komust til valda árið 2007.
Ísrael segir lokun landamæranna nauðsynlega til að tryggja að vopn séu ekki flutt inn á svæðið. Þeir segja að ef þeir eigi að komast að samkomulagi þurfi það að fela í sér að Hamas leggi niður vopn.
Meðlimir sendinefndar Palestínu munu vera svartsýnir á að samkomulag náist og segja Ísraelsmenn vera á móti öllum tillögum sínum. Þær stefna á að vera áfram í Kaíró um nokkurra daga skeið, en með áframhaldandi átök á Gasa væri óvíst að nokkur árangur myndi nást.
Hér að neðan má sjá kort þar sem skaðinn á Gasasvæðinu er skoðaður.
