Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2014 20:00 Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira