Fjölhæf V-lína frá Mercedes-Benz Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 13:25 Stór og flottur bíll frá Mercedes Benz, með mikla notkunarmöguleika. Nýr Mercedes-Benz V-Class er nýkominn í Bílaumboðið Öskju en um er að ræða einstaklega fjölhæfan bíl úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans. V-Class getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er einstaklega fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur skemmtilega möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður eins og rafstýrði EASY-PACK afturhlerinn sem er valbúnaður. Fjögur, þægileg og sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Þau eru einstaklega þægileg og opna fyrir breytilega notkun á farþegarýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Hönnunin á þessum nýja bíl frá lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart þykir vel heppnuð. Grill með tveimur rimum og hátæknivædd LED aðalljós gefa V-línunni svipríkt yfirbragð. Innanrými V-Class er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. V-línan er boðin með þremur útgáfum af 2,2 lítra díslivél sem afkastar 100, 120 eða 140 kW og stuðlar að afar góðum aksturseiginleikum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-Class er boðinn með 7G – Tronic Plus sjálfskiptingu sem býður upp á fjölmarga aksturseiginleika, allt frá þægindum, til sportlegra og einkar sparneytinna eiginleika. V-Class er vel búinn háþróuðum akstursöryggiskerfum m.a. blindsvæðisvara, akgreinavara, PRE-SAFE öryggiskerfi sem verndar farþega sérstaklega þegar líkur eru á árekstri. Þá er bíllinn einnig boðinn með DISTRONIC hraðastilli með fjarlægarskynjun í næsta bíl auk 360° myndvélar svo eitthvað sé nefnt.Nýkominn til Íslands. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Nýr Mercedes-Benz V-Class er nýkominn í Bílaumboðið Öskju en um er að ræða einstaklega fjölhæfan bíl úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans. V-Class getur verið 6, 7 eða 8 sæta, allt eftir þörfum. Hann er einstaklega fjölhæfur í uppsetningu og breytileg sætauppröðunin gefur skemmtilega möguleika ekki síður en hagnýtur búnaður eins og rafstýrði EASY-PACK afturhlerinn sem er valbúnaður. Fjögur, þægileg og sjálfstæð sæti eru staðalbúnaður í afturrýminu. Þau eru einstaklega þægileg og opna fyrir breytilega notkun á farþegarýminu. Með þriggja sæta bekkum fyrir aðra og þriðju sætaröð má fjölga farþegum í afturrými upp í fimm eða sex. Brautakerfi fyrir sæti með hraðlosunarbúnaði fylgir bílnum. Ef þörf er á sérstaklega miklu flutningsrými er hægt að fjarlægja sæti úr farþegarýminu á einfaldan hátt. Hönnunin á þessum nýja bíl frá lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart þykir vel heppnuð. Grill með tveimur rimum og hátæknivædd LED aðalljós gefa V-línunni svipríkt yfirbragð. Innanrými V-Class er ekki síður sannfærandi með hágæða frágangi og efnisvali. V-línan er boðin með þremur útgáfum af 2,2 lítra díslivél sem afkastar 100, 120 eða 140 kW og stuðlar að afar góðum aksturseiginleikum, lágri eldsneytisnotkun og akstursþægindum eins og í fólksbíl. V-línan er fáanleg með þremur mismunandi gerðum fjöðrunarkerfa með allt frá þægilega afslappandi eiginleikum til sportlegra eiginleika. V-Class er boðinn með 7G – Tronic Plus sjálfskiptingu sem býður upp á fjölmarga aksturseiginleika, allt frá þægindum, til sportlegra og einkar sparneytinna eiginleika. V-Class er vel búinn háþróuðum akstursöryggiskerfum m.a. blindsvæðisvara, akgreinavara, PRE-SAFE öryggiskerfi sem verndar farþega sérstaklega þegar líkur eru á árekstri. Þá er bíllinn einnig boðinn með DISTRONIC hraðastilli með fjarlægarskynjun í næsta bíl auk 360° myndvélar svo eitthvað sé nefnt.Nýkominn til Íslands.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent