Hættulegt að fljúga? – Prófaðu að aka bíl! Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2014 14:15 Full ástæða er til að vera mun hræddari í bíl en flugvél. Autoblog Það voru slæmir dagar í flugbransanum í síðasta mánuði er 462 manns dóu á 8 dögum í þremur flugslysum. Þetta eru háar tölur sem fá fólk til að hugleiða hvort það sé ekki hættulegt að stíga uppí flugvél. Forvitnilegt er þó að bera saman þá hættu og hættuna við það að aka bíl. Á þessum sömu 8 dögum dóu 28.493 í bílslysum um allan heim og í Bandaríkjunum einum dóu 735 í bílslysum á þessum sömu 8 dögum. Í fyrri tölunni er miðað við meðaltal látinn í umferðarslysum í heiminum. Einnig má hafa í huga að líklega er tala slasaðra talsvert mikið hærri en þessar tölur. Það hefur löngum verið miklu hættulegra að aka bíl en að sitja í flugvél og þessar tölur sanna það svo ekki verður um villst, en það fer bara minni fréttum af því þar sem svo margir látast í einu í flugslysum. Kannski ætti heimurinn að gefa bílslysum meiri gaum og taka saman hve margir létust á einum tilteknum degi. Nær öruggt má telja að hvern einasta dag hvers árs farist fleiri í bílslysum en flugslysum. Taka verður þó tillit til þess að fólk ferðast mun meira með bílum en flugvélum, en engu að síður farast miklu fleiri í bíl á hvern ekinn eða floginn kílómeter. Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent
Það voru slæmir dagar í flugbransanum í síðasta mánuði er 462 manns dóu á 8 dögum í þremur flugslysum. Þetta eru háar tölur sem fá fólk til að hugleiða hvort það sé ekki hættulegt að stíga uppí flugvél. Forvitnilegt er þó að bera saman þá hættu og hættuna við það að aka bíl. Á þessum sömu 8 dögum dóu 28.493 í bílslysum um allan heim og í Bandaríkjunum einum dóu 735 í bílslysum á þessum sömu 8 dögum. Í fyrri tölunni er miðað við meðaltal látinn í umferðarslysum í heiminum. Einnig má hafa í huga að líklega er tala slasaðra talsvert mikið hærri en þessar tölur. Það hefur löngum verið miklu hættulegra að aka bíl en að sitja í flugvél og þessar tölur sanna það svo ekki verður um villst, en það fer bara minni fréttum af því þar sem svo margir látast í einu í flugslysum. Kannski ætti heimurinn að gefa bílslysum meiri gaum og taka saman hve margir létust á einum tilteknum degi. Nær öruggt má telja að hvern einasta dag hvers árs farist fleiri í bílslysum en flugslysum. Taka verður þó tillit til þess að fólk ferðast mun meira með bílum en flugvélum, en engu að síður farast miklu fleiri í bíl á hvern ekinn eða floginn kílómeter.
Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent