Nýja treyjan er vitaskuld blá, en með hvítri og rauðri láréttri línu yfir brjóstið, ekki ósvipað búningi Sampdoria á Ítalíu. Nokkuð smekkleg.
Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, fékk afhenta treyju fyrir sín störf frá Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ.
Bandaríski hönnuðurinn Matthew Wolff, sem starfar fyrir MLS-liðið New York City FC, tók það upp hjá sjálfum sér að endurhanna íslensku landsliðstreyjuna, en hann birti mynd af henni á Twitter-síðu sinni í gær.
Hann var aðeins of seinn því KSÍ var fyrir löngu búið að panta nýja treyju frá Errea sem er með samning við knattspyrnusambandið.
I fully redesigned the crest & kits for the Iceland National Football Team (#KSI @footballiceland @icelandfootball) pic.twitter.com/ot68Tq1eVG
— Matthew Wolff (@wolffmatt) August 7, 2014
Here's more from my Iceland National Football Team home kit redesign (#KSI #fotbolti @icelandfootball) pic.twitter.com/mt4KlGonkg
— Matthew Wolff (@wolffmatt) August 8, 2014