„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Hitinn gerði okkur erfitt fyrir, Poznan spilaði hraðan bolta og þeir áttu margar fyrirgjafir og horn. Þetta var erfitt, en við komumst í gegnum þetta sem er alveg ótrúlegt.“
Eftir leikinn klöppuðu áhorfendur Lech Poznan fyrir Stjörnunni, og það var fyrirliðinn ánægður með.
„Þetta var engu líkt og áhorfendurnir sýndu svo mikinn klassa með því að klappa fyrir okkur eftir leik. Þeir voru auðvitað ekki ánægðir með að tapa fyrir liði eins og okkur, en þeir sýndu mikinn klassa og þetta er upplifun sem við munum minnast að eilífu,“ sagði Præst sem var að lokum spurður hvort þetta væri stærsti sigur Stjörnunnar frá upphafi.
„Þetta er stærsti sigur Stjörnunnar, án efa, og kannski stærsti sigurinn í sögu íslenskrar knattspyrnu. Þetta er mikið afrek og nú hlakkar okkur til að sjá hverjum við mætum í næstu umferð.“
Viðtalið við Præst á ensku má sjá hér að neðan.