Hannes Þ. Sigurðsson, framherjinn stóri og stæðilegi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sandnes Ulf, en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins.
Hannes lék síðast með Grödig í Austurríki, en var samningslaus eftir að samningur hans rann út í lok síðasta tímabils.
Hann má spila með liðinu á móti Lilleström í deildinni á sunnudaginn, en Sandnes er í vondum málum á botni norsku úrvalsdeildarinnar.
Fyrir hjá Sandnes er annar Hannes, landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, sem hefur spilað frábærlega á tímabilinu.
