Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2014 17:42 Mynd: KL Blanda er ennþá á toppnum yfir fjölda veidda laxa en það er ljóst að það líklega strax í næstu viku verður Eystri Rangá komin á toppinn. Það er vaxandi veiði í ánni og framundan besti tíminn þar sem sumir dagar geta hæglega gefið um 100 laxa. Liðin vika gaf 429 laxa í Eystri Rangá og 309 laxar veiddust í þeirra Ytri en sú síðarnefnda er loksins komin í fullann gang enda hafa göngur aukist mikið í hana síðustu daga. Morgunvaktin í gær gaf 28 laxa í Eystri en eitthvað minna veiddist á síðdegisvaktinni en ekki var það fiskleysi um að kenna. 19 stiga hiti og sól bakaði veiðimenn við bakkann og takann datt alveg niður á flestum stöðum. Hofteigsbreiða gaf þó slatta af lax og voru nokkrir af þeim 80-90 sm. Svisslendingar sem luku veiðum í gær veiddu mjög vel í ánni og fengu allt að 12 laxa í sumum hyljum á einni og sömu vaktinni. Það er uppselt í ánna í ágúst en lausar stangir eru þegar farnar að seljast í haustveiðina. Stangveiði Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði
Blanda er ennþá á toppnum yfir fjölda veidda laxa en það er ljóst að það líklega strax í næstu viku verður Eystri Rangá komin á toppinn. Það er vaxandi veiði í ánni og framundan besti tíminn þar sem sumir dagar geta hæglega gefið um 100 laxa. Liðin vika gaf 429 laxa í Eystri Rangá og 309 laxar veiddust í þeirra Ytri en sú síðarnefnda er loksins komin í fullann gang enda hafa göngur aukist mikið í hana síðustu daga. Morgunvaktin í gær gaf 28 laxa í Eystri en eitthvað minna veiddist á síðdegisvaktinni en ekki var það fiskleysi um að kenna. 19 stiga hiti og sól bakaði veiðimenn við bakkann og takann datt alveg niður á flestum stöðum. Hofteigsbreiða gaf þó slatta af lax og voru nokkrir af þeim 80-90 sm. Svisslendingar sem luku veiðum í gær veiddu mjög vel í ánni og fengu allt að 12 laxa í sumum hyljum á einni og sömu vaktinni. Það er uppselt í ánna í ágúst en lausar stangir eru þegar farnar að seljast í haustveiðina.
Stangveiði Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði