Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli.
Stjörnumenn unnu fyrri leikinn 1-0 með marki frá Rolf Toft og viðureignina samanlagt 1-0.
Poznan-menn voru meira með boltann og áttu fleiri skot, en Stjarnan varðist frábærlega og Ingvar Jónsson átti afbragðs leik í markinu. Og það voru Stjörnumenn sem fengu besta færi leiksins þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn í seinni hálfleik, en honum brást bogalistin.
Það kom þó ekki að sök og Stjönumenn fögnuðu gríðarlega þegar flautað var til leiksloka.
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
