Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 7. ágúst 2014 12:57 Kolbeinn Árnason, Vladimir Pútín og Gunnar Bragi Sveinsson VÍSIR/ARNÞÓR/GETTY/STEFÁN Utanríkisráðherra segir innflutningsbann Rússa á vestrænum vörum ekki hafa áhrif á stuðning Íslands við Úkraínu. Að mati framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna gæti innflutningsbann Rússa á vörur frá Vestrænum ríkjum sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta þeirra á innanríkismálum í Úkraínu þó haft veruleg áhrif á íslenska hagsmuni.Vladimir Putin forseti Rússlands gaf út tilskipun í gær til allra ráðuneyta um að þau útfærðu reglur um takmörkun eða algert bann á innflutningi á vestrænum vörum til að minnsta kosti eins árs. Þessi tilskipun er svar Rússlandsforseta við þeim efnahagsþvingunum sem Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og Ástralía hafa samþykkt að beita Rússa vegna afskipta þeirra af innanríkismálum í Úkraínu og sem hafa verið hertar eftir að flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu hinn 17. júlí síðast liðinn. Aðgerðir Vesturlanda beinast aðallega gagnvart fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn bandamanna Putins og margir vina hans og bandamanna hafa verið settir í ferðabann til Vesturlanda.Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands sagði í dag að innflutningsbannið muni ná til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Þá hafa rússnesk stjórnvöld bannað allt yfirflug úkraínskra flugfélaga yfir Rússlandi og eru jafnvel að íhuga að banna yfirflug vestrænna flugfélaga, sem gæti þýtt mikinn kostnaðarauka fyrir þau.Áfall fyrir NorðmennÍ norskum fjölmiðlum er talað um áfall, þar sem Rússland sé stærsti útflutningsmarkaður norskra sjávarafurða, en Ísland er ekki talið upp á þeim lista sem rússnesk stjórnvöld hafa gefið út yfir lönd í innflutningsbanni.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir menn ekki vita hvort staðan gagnvart Íslandi kunni að breytast. „Við höfum hins vegar beitt okkur fyrir því að menn eigi samtal við rússnesk stjórnvöld um ástandið. Og við höfum að sjálfsögðu brýnt þá og aðra til að fara eftir alþjóðalögum, það er það sem við höfum lagt áherslu á. Það er ómögulegt að segja til um hvað verður um framhaldið og framtíðina í þessu máli. Við leggjum eftir sem áður áherslu á að menn finni lausn á ástandinu í Úkraínu og virði þeirra réttindi,“ segir Gunnar Bragi. EFTA-ríkin ákváðu að gera hlé á fríverslunarviðræðum við Rússland síðast liðið vor og utanríkisráðherra sagði í opinberri heimsókn til Úkraínu um svipað leiti að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar í för með sér í samskiptum við Rússa yrði svo að vera. „Já, já það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ segir utanríkisráðherra.Miklir hagsmunir í húfiKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir Íslendinga með mjög mikil viðskipti við þetta svæði. „Rússland og Úkraína eru samtals að flytja inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári. Þannig að þetta er hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi sem fer inn á þetta svæði,“ segir Kolbeinn en þar er aðallega um að ræða makríl og síld. Þarna séu því miklir hagsmunir í húfi ef aðgerðir Rússa færu að beinast að Íslandi og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Þá hafi aðgerðir sem þesar áhrif á fleiri markaði með sjávarafurðir. „Ef samkeppnisþjóðir okkar eru ekki að ná að flytja inn á Rússland þá í sjálfu sér skapar það tækifæri þar. En það þýðir þá að það verður meiri innflutningur frá þeim á aðra markaði sem við erum að sækja á, þannig að þetta setur af stað atburðarrás sem erfitt er að greina. Þannig að þetta eru mikil tíðindi og alvarleg,“ segir Kolbeinn Árnason. Tengdar fréttir Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54 Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Utanríkisráðherra segir innflutningsbann Rússa á vestrænum vörum ekki hafa áhrif á stuðning Íslands við Úkraínu. Að mati framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna gæti innflutningsbann Rússa á vörur frá Vestrænum ríkjum sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta þeirra á innanríkismálum í Úkraínu þó haft veruleg áhrif á íslenska hagsmuni.Vladimir Putin forseti Rússlands gaf út tilskipun í gær til allra ráðuneyta um að þau útfærðu reglur um takmörkun eða algert bann á innflutningi á vestrænum vörum til að minnsta kosti eins árs. Þessi tilskipun er svar Rússlandsforseta við þeim efnahagsþvingunum sem Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og Ástralía hafa samþykkt að beita Rússa vegna afskipta þeirra af innanríkismálum í Úkraínu og sem hafa verið hertar eftir að flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður í austurhluta Úkraínu hinn 17. júlí síðast liðinn. Aðgerðir Vesturlanda beinast aðallega gagnvart fyrirtækjum sem eru í eigu eða undir stjórn bandamanna Putins og margir vina hans og bandamanna hafa verið settir í ferðabann til Vesturlanda.Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands sagði í dag að innflutningsbannið muni ná til innflutnings á ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Þá hafa rússnesk stjórnvöld bannað allt yfirflug úkraínskra flugfélaga yfir Rússlandi og eru jafnvel að íhuga að banna yfirflug vestrænna flugfélaga, sem gæti þýtt mikinn kostnaðarauka fyrir þau.Áfall fyrir NorðmennÍ norskum fjölmiðlum er talað um áfall, þar sem Rússland sé stærsti útflutningsmarkaður norskra sjávarafurða, en Ísland er ekki talið upp á þeim lista sem rússnesk stjórnvöld hafa gefið út yfir lönd í innflutningsbanni.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir menn ekki vita hvort staðan gagnvart Íslandi kunni að breytast. „Við höfum hins vegar beitt okkur fyrir því að menn eigi samtal við rússnesk stjórnvöld um ástandið. Og við höfum að sjálfsögðu brýnt þá og aðra til að fara eftir alþjóðalögum, það er það sem við höfum lagt áherslu á. Það er ómögulegt að segja til um hvað verður um framhaldið og framtíðina í þessu máli. Við leggjum eftir sem áður áherslu á að menn finni lausn á ástandinu í Úkraínu og virði þeirra réttindi,“ segir Gunnar Bragi. EFTA-ríkin ákváðu að gera hlé á fríverslunarviðræðum við Rússland síðast liðið vor og utanríkisráðherra sagði í opinberri heimsókn til Úkraínu um svipað leiti að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar í för með sér í samskiptum við Rússa yrði svo að vera. „Já, já það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ segir utanríkisráðherra.Miklir hagsmunir í húfiKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir Íslendinga með mjög mikil viðskipti við þetta svæði. „Rússland og Úkraína eru samtals að flytja inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári. Þannig að þetta er hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi sem fer inn á þetta svæði,“ segir Kolbeinn en þar er aðallega um að ræða makríl og síld. Þarna séu því miklir hagsmunir í húfi ef aðgerðir Rússa færu að beinast að Íslandi og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Þá hafi aðgerðir sem þesar áhrif á fleiri markaði með sjávarafurðir. „Ef samkeppnisþjóðir okkar eru ekki að ná að flytja inn á Rússland þá í sjálfu sér skapar það tækifæri þar. En það þýðir þá að það verður meiri innflutningur frá þeim á aðra markaði sem við erum að sækja á, þannig að þetta setur af stað atburðarrás sem erfitt er að greina. Þannig að þetta eru mikil tíðindi og alvarleg,“ segir Kolbeinn Árnason.
Tengdar fréttir Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54 Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Rússar banna innflutning á matvælum frá Vesturlöndum Rússar hafa ákveðið að setja víðtækt bann á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og nokkrum öðrum vestrænum ríkjum. 7. ágúst 2014 09:54
Rússar beita eigin þvingunum Pútín ætlar að takmarka innflutning á matvælum og landbúnaðarvörum frá vestrænum ríkjum í eitt ár. 6. ágúst 2014 16:51