Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fylkir - Stjarnan 1-3 | Ellefu sigrar í röð Kristinn Ásgeir Gylfason á Fylkisvelli skrifar 7. ágúst 2014 12:48 Vísir/Arnþór Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Stjörnukonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum. Fylkisliðið náði að stoppa Hörpu Þorsteinsdóttur en það var ekki nóg. Arnþór Birkisson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Stjörnuliðið vann þarna sinn ellefta deildarsigur í röð og náði með því ellefu stiga forskoti á Breiðablik sem á leik inni á morgun. Lucy Gildein kom Fylki yfir strax á 2. mínútu og Fylkiskonur voru yfir í 48 mínútur. Stjarnan jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og skoraði síðan tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna en Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði þriðja markið. Fylkisliðið fékk fín færi til að bæta við mörkum en Stjörnukonum tókst að komast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum. Harpa Þorsteinsdóttir komst ekki á blað í leiknum en hún var búin að skora í átta leikjum í röð og alls 20 mörk í fyrstu 11 leikjunum. Vel skipulagt Fylkislið gerði Stjörnukonum erfitt fyrir í kvöld. Fylkir lagði mikla áherslu á að verjast og treysti á skyndisóknir. Tvisvar komst Lucy Gildein í gott færi ein á móti markmanni en í hvorugt skiptið tókst henni að koma boltanum í netið. Mikið líf komst í Fylkiskonur þegar þær skorðuðu snemma leiks. Allt útlit var fyrir jafnan leik framan af fyrri hálfleik. Störnukonur vöknuðu svo til lífsins um miðjan hálfleikinn og þar eftir var stefnan á vellinum nánast óslitið í átt að marki Fylkis. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn. Markatalan segir ekki alla söguna enda átti Lucy Gildein tvö góð færi. Stjörnunni tókst að nýta þau færi sem liðið fékk og skóp með því sigurinn.Hrafnhildur Hekla: Úrslitin segja ekki til um framvindu leiksins „Við spiluðum með fimm manna vörn. Þær sóttu mjög fast og við ætluðum okkur að halda aftur af þeim. Boltinn hlaut eiginlega að leka inn hjá þeim. Við náðum ekki að klára færin. Þetta var góður leikur hjá okkur þrátt fyrir úrslitin, sem mér finnst ekki alveg segja til um framvindu leiksins,“ sagði Hrafnhildur Hekla fyrirliði Fylkis.Ragna Lóa: Jákvætt þegar liðið mitt gengur af velli og er svekkt yfir því að hafa tapað „Við lögðum upp með það að verjast vel og ná skyndisóknum. Ef Lucy hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við komist í 2-0 og unnið þennan leik, það þarf að nýta skyndisóknirnar,“ sagði Ragna Lóa þjálfari Fylkis og bætti svo við í léttum tón: „Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi“.Ólafur Þór: Það er langt í að við förum að fagna „Leikurinn snérist svolítið um það hjá þeim að stoppa Hörpu, það gekk ágætlega en þá kom annar leikmaður í hennar stað og skoraði tvö mörk í dag, sem var frábært," sagði Ólafur. „Þetta var hörku leikur á móti vel skipulögðu Fylkisliði. Við fáum alltaf færi og mörkin detta þá inn. Við sáum að í dag að það eru hörku lið í deildinni. Þótt við séum með forskot er langt í að við förum að fagna,“ sagði Ólafur Þór þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í Lautinni í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira