Kia söluhæsta bíltegundin í júlí Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2014 16:00 Kia cee´d GT Kia er söluhæsta bíltegundin á Íslandi í júlí en alls seldust 87 Kia bílar í mánuðinum. Kia er með 11,7% markaðshlutdeild þann mánuðinn. Toyota er í öðru sæti með 83 nýskráða bíla í júlí og Chevrolet í því þriðja með 64 nýskráða bíla. ,,Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma okkur ekki á óvart þar sem Kia hefur verið í mikilli sókn hér á landi sem og víða um heim. Kia hefur komið fram með spennandi og fallega endurhannaða bíla á síðustu þremur árum sem hafa fengið mjög góða dóma hjá viðskiptavinum og bílablaðamönnum. Einnig býður Kia 7 ára ábyrgð á öllum nýjum bílum sem er lengsta verksmiðjuábyrð sem hægt er fá á bílum í heiminum. Við finnum fyrir miklum meðbyr og erum bjarstýn á áframhaldandi gott gengi Kia á Íslandi,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Þorgeir segir að það sé einnig mjög ánægjulegt að sjá að bílasala hefur aukist um rúm 30% hér á landi á fyrstu sjö mánuðum ársins og að á því tímabili hafi söluaukning Kia verið alls 45%. Kia jók sölu sína á heimsvísu um 5,5% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra en alls seldust 185.882 Kia bílar um heim allan á fyrri hluta ársins 2014. Mesta salan var í Bretlandi en þar seldust um 40.000 bílar. Þetta er besti hálfs árs árangur Kia á frá upphafi. Kia Sportage er söluhæsti bíll Kia á fyrstu sex mánuðum ársins en alls hafa selst um 50.000 Sportage á fyrri hluta ársins. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Kia er söluhæsta bíltegundin á Íslandi í júlí en alls seldust 87 Kia bílar í mánuðinum. Kia er með 11,7% markaðshlutdeild þann mánuðinn. Toyota er í öðru sæti með 83 nýskráða bíla í júlí og Chevrolet í því þriðja með 64 nýskráða bíla. ,,Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir en koma okkur ekki á óvart þar sem Kia hefur verið í mikilli sókn hér á landi sem og víða um heim. Kia hefur komið fram með spennandi og fallega endurhannaða bíla á síðustu þremur árum sem hafa fengið mjög góða dóma hjá viðskiptavinum og bílablaðamönnum. Einnig býður Kia 7 ára ábyrgð á öllum nýjum bílum sem er lengsta verksmiðjuábyrð sem hægt er fá á bílum í heiminum. Við finnum fyrir miklum meðbyr og erum bjarstýn á áframhaldandi gott gengi Kia á Íslandi,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Öskju, sem er umboðsaðili Kia á Íslandi. Þorgeir segir að það sé einnig mjög ánægjulegt að sjá að bílasala hefur aukist um rúm 30% hér á landi á fyrstu sjö mánuðum ársins og að á því tímabili hafi söluaukning Kia verið alls 45%. Kia jók sölu sína á heimsvísu um 5,5% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra en alls seldust 185.882 Kia bílar um heim allan á fyrri hluta ársins 2014. Mesta salan var í Bretlandi en þar seldust um 40.000 bílar. Þetta er besti hálfs árs árangur Kia á frá upphafi. Kia Sportage er söluhæsti bíll Kia á fyrstu sex mánuðum ársins en alls hafa selst um 50.000 Sportage á fyrri hluta ársins.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent