Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2014 10:44 Steinsmýrarvötn hafa lifnað vel við og það hefur veiðst vel þar um helgina bæði sjóbirtingur og bleikja. Þetta er virkilega skemmtilegt veiðisvæði og er alveg ferðarinnar virði frá Reykjavík en svæðið er 300 km frá bænum. Svæðið samanstendur af tveimur vötnum og lækjum sem renna í þau og úr og litlir hliðarlækir sömuleiðis. Þarna er að finna bæði sjóbirting og bleikju og er fiskurinn oft sæmilega vænn en meðalþyngdin t.d. í bleikjunni er 2-3 pund og stundum koma birtingar þarna sem slaga vel í 10 pundin. Við fréttum af veiðimönnunum sem skruppu á svæðið í tvo tíma um helgina og tóku um 40 fiska á stangirnar fjórar. Það er klárlega mikið líf á svæðinu á þessum tíma enda sjóbirtingurinn farinn að ganga. Þeir sem hafa áhuga á að veiða þetta svæði geta skoðað lausar stangir á vef SVFR. Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði
Steinsmýrarvötn hafa lifnað vel við og það hefur veiðst vel þar um helgina bæði sjóbirtingur og bleikja. Þetta er virkilega skemmtilegt veiðisvæði og er alveg ferðarinnar virði frá Reykjavík en svæðið er 300 km frá bænum. Svæðið samanstendur af tveimur vötnum og lækjum sem renna í þau og úr og litlir hliðarlækir sömuleiðis. Þarna er að finna bæði sjóbirting og bleikju og er fiskurinn oft sæmilega vænn en meðalþyngdin t.d. í bleikjunni er 2-3 pund og stundum koma birtingar þarna sem slaga vel í 10 pundin. Við fréttum af veiðimönnunum sem skruppu á svæðið í tvo tíma um helgina og tóku um 40 fiska á stangirnar fjórar. Það er klárlega mikið líf á svæðinu á þessum tíma enda sjóbirtingurinn farinn að ganga. Þeir sem hafa áhuga á að veiða þetta svæði geta skoðað lausar stangir á vef SVFR.
Stangveiði Mest lesið Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Vefsalan hjá SVFR komin í loftið Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði