Miðjumaðurinn Arturo Vidal er í 28 manna leikmannahópi ítalska stórliðsins Juventus sem er á leið í æfingaferð til Asíu og Eyjaálfu.
Vidal hefur verið þrálátlega orðaður við Manchester United í sumar en Massimiliano Allegri nýráðinn þjálfari Juventus segir að ekki komi til greina að selja leikmanninn sem einnig hefur verið orðaður við Liverpool.
Juventus mun leika í Indónesíu, Ástralíu og Singapúr.
