Hafdís Sigurðardóttir, UFA, gerði sér lítið fyrir og stökk 6,72 metra í langstökkskeppninni á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fer fram á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina.
Þetta frábæra stökk var hins vegar ekki dæmd gilt vegna of mikils meðvinds (2,7 metrar á sekúndu).
Stökkið var 31 sentimetra lengra en Íslandsmetið í langstökki sem Hafdís setti í Tbilisi í Georgíu fyrr í sumar.
