Ein með öllu á Akureyri: Hátíðargestir heppnir með veður Bjarki Ármannsson skrifar 2. ágúst 2014 21:04 Ungviðurinn skemmti sér í miðbæ Akureyrar í dag. Vísir/Andri Marinó „Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan. Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
„Við erum rosalega hamingjusamir hérna fyrir norðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, talsmaður Einnar með öllu á Akureyri. Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina kom ansi vel út fyrir gesti hátíðarinnar, en getur verið að veðrið í dag hafi verið jafn gott og myndir frá hátíðinni gefa til kynna? „Ég er ekki að djóka með þetta,“ segir Davíð. „Kiwanis-mælirinn hérna á Ráðhústorginu fór í tuttugu gráður í dag. Hann er samt svona ekta Akureyrar-mælir, hann sýnir stundum meira en hann má.“ Davíð viðurkennir þó að meiriháttar skýfall hafi skollið á í smástund, „bara til að gleðja Reykvíkinga,“ eins og hann orðar það. Erfitt er að segja til um hversu margir gestir sækja hátíðina, þar sem ekki er rukkað inn á neina viðburði. Davíð Rúnar segir samt mun fleiri gesti á hátíðinni nú í ár en oft áður. „Fólk er núna að flykkjast hingað niður í bæinn,“ segir hann en nú klukkan níu hófst tónleikadagskrá sem stendur yfir fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Retro Stefson, Made in sveitin með Hreim Örn Heimisson og Pálma Gunnarsson í fararbroddi og sjálfur Páll Óskar. Aðalkvöld hátíðarinnar er svo annað kvöld, þar sem Spariballinu lýkur með flugeldasýningu og tónleikum Stjórnarinnar að hætti gömlu Sjallakvöldanna. Andri Marinó, ljósmyndari fréttastofu, fangaði frábærar myndir af hátíðinni í dag og nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir