„Það var yndislegt að vakna í morgun í þessu dásamlega veðri. Þeir mótsgestir sem ég er mun hitta er afar sáttir og það rættist heldur betur úr veðrinu. Mér sýnist spáin ætli að vera okkur hagstæð alla helgina. Það er gaman að sjá allan þennan fjölda gesta í bæjarfélaginu og við erum glöð og ánægð að taka á móti þessu fólki. Við sjáum fram á góða og skemmtilega helgi og ætlum svo sannarlega að njóta hennar,“ sagði Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjörður.

