Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid, er á leiðinni til landsins í haust.
Van Nistelrooy hefur nefnilega verið ráðinn annar af aðstoðarþjálfurum Guus Hiddink hjá hollenska landsliðinu en Van Nistelrooy og Danny Blind munu aðstoða Hiddink í undankeppni EM.
Danny Blind mun taka við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink árið 2018.
Ísland og Holland eru saman í riðli í undankeppni EM og mætast á Laugardalsvellinum 13. október næstkomandi.
Van Nistelrooy skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum fyrir Holland á sínum tíma en hann lék sinn síðasta landsleik árið 2011.
Van Nistelrooy afrekaði það á sínum ferli að verða markakóngur í þremur úrvalsdeildum; í hollensku úrvalsdeildinni (1998–99 og 1999–2000), ensku úrvalsdeildinni (2002-03) og spænsku úrvalsdeildinni (2006-07).
