Bardaginn er jafnan kallaður „bardagi aldarinnar“, en með sigri varð Ali óumdeildur heimsmeistari í þungavigt.
Heimsmeistaratitillinn hafði áður verið tekinn af Ali fyrir að neita að ganga í herinn, þannig mikil pólitík var í kringum þennan merka bardaga.
Ali átti eftir að sigra Fraizer tvisvar til viðbótar, árin 1974 og 1975, en hann er af flestum talinn besti og merkasti hnefaleikakappi sögunnar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hanskar Ali hafa verið seldir fyrir morðfjár. Fyrir nokkrum árum seldi sama uppboðshúsið í Cleveland hanskana sem Ali notaði þegar hann varð heimsmeistari í fyrsta skipti fyrir 836 þúsund dali eða jafnvirði 96 milljóna króna.

