Bernhard Langer sigrar enn á ný á öldungamótaröðinni 20. ágúst 2014 07:30 Bernhard Langer hefur verið frábær í ár. Getty Bernhard Langer sigraði á sínu fjórða móti á árinu á bandarísku öldungamótaröðinni en hann lék best allra á Opna Dick's Sporting Goods mótinu sem kláraðist um helgina. Hann lék hringina þrjá á En-Joie vellinum á 18 höggum undir pari en Woody Austin og Mark O'Meara deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Langer hefur unnið á 23 öldungamótum á ferlinum en í mótinu um helgina lék hann gallalaust golf og fékk ekki einn einasta skolla. Spilamennska Langer hefur vakið mikla athygli í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í 15 mótum af 16 á öldungamótaröðinni. Þá var hann í toppbaráttunni á Masters fyrr á árinu og telja margir að að Langer eigi að vera í Ryderliði Evrópu í haust. Ryder-fyrirliði evrópska liðsins, Paul McGilnley, hefur gefið það út að það sé ekki útilokað að hann velji kylfing af öldungamótaröðinni í liðið en á henni eru vellirnir styttri og keppnisdagarnir aðeins þrír. Hann segir þó að það sé mjög ólíklegt enda séu margir góðir kylfingar af Evrópumótaröðinni sjálfri sem hann sé að hugsa um sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti í liðinu nú þegar. Langer hefur sjálfur gefið út að hann sé nógu góður til þess að berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna á Gleneagles í haust en hann er svo sannarlega að gefa McGinley eitthvað til þess að hugsa um þessa dagana með frammistöðu sinni á golfvellinum. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bernhard Langer sigraði á sínu fjórða móti á árinu á bandarísku öldungamótaröðinni en hann lék best allra á Opna Dick's Sporting Goods mótinu sem kláraðist um helgina. Hann lék hringina þrjá á En-Joie vellinum á 18 höggum undir pari en Woody Austin og Mark O'Meara deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Langer hefur unnið á 23 öldungamótum á ferlinum en í mótinu um helgina lék hann gallalaust golf og fékk ekki einn einasta skolla. Spilamennska Langer hefur vakið mikla athygli í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í 15 mótum af 16 á öldungamótaröðinni. Þá var hann í toppbaráttunni á Masters fyrr á árinu og telja margir að að Langer eigi að vera í Ryderliði Evrópu í haust. Ryder-fyrirliði evrópska liðsins, Paul McGilnley, hefur gefið það út að það sé ekki útilokað að hann velji kylfing af öldungamótaröðinni í liðið en á henni eru vellirnir styttri og keppnisdagarnir aðeins þrír. Hann segir þó að það sé mjög ólíklegt enda séu margir góðir kylfingar af Evrópumótaröðinni sjálfri sem hann sé að hugsa um sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti í liðinu nú þegar. Langer hefur sjálfur gefið út að hann sé nógu góður til þess að berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna á Gleneagles í haust en hann er svo sannarlega að gefa McGinley eitthvað til þess að hugsa um þessa dagana með frammistöðu sinni á golfvellinum.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira