Bernhard Langer sigrar enn á ný á öldungamótaröðinni 20. ágúst 2014 07:30 Bernhard Langer hefur verið frábær í ár. Getty Bernhard Langer sigraði á sínu fjórða móti á árinu á bandarísku öldungamótaröðinni en hann lék best allra á Opna Dick's Sporting Goods mótinu sem kláraðist um helgina. Hann lék hringina þrjá á En-Joie vellinum á 18 höggum undir pari en Woody Austin og Mark O'Meara deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Langer hefur unnið á 23 öldungamótum á ferlinum en í mótinu um helgina lék hann gallalaust golf og fékk ekki einn einasta skolla. Spilamennska Langer hefur vakið mikla athygli í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í 15 mótum af 16 á öldungamótaröðinni. Þá var hann í toppbaráttunni á Masters fyrr á árinu og telja margir að að Langer eigi að vera í Ryderliði Evrópu í haust. Ryder-fyrirliði evrópska liðsins, Paul McGilnley, hefur gefið það út að það sé ekki útilokað að hann velji kylfing af öldungamótaröðinni í liðið en á henni eru vellirnir styttri og keppnisdagarnir aðeins þrír. Hann segir þó að það sé mjög ólíklegt enda séu margir góðir kylfingar af Evrópumótaröðinni sjálfri sem hann sé að hugsa um sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti í liðinu nú þegar. Langer hefur sjálfur gefið út að hann sé nógu góður til þess að berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna á Gleneagles í haust en hann er svo sannarlega að gefa McGinley eitthvað til þess að hugsa um þessa dagana með frammistöðu sinni á golfvellinum. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bernhard Langer sigraði á sínu fjórða móti á árinu á bandarísku öldungamótaröðinni en hann lék best allra á Opna Dick's Sporting Goods mótinu sem kláraðist um helgina. Hann lék hringina þrjá á En-Joie vellinum á 18 höggum undir pari en Woody Austin og Mark O'Meara deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Langer hefur unnið á 23 öldungamótum á ferlinum en í mótinu um helgina lék hann gallalaust golf og fékk ekki einn einasta skolla. Spilamennska Langer hefur vakið mikla athygli í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í 15 mótum af 16 á öldungamótaröðinni. Þá var hann í toppbaráttunni á Masters fyrr á árinu og telja margir að að Langer eigi að vera í Ryderliði Evrópu í haust. Ryder-fyrirliði evrópska liðsins, Paul McGilnley, hefur gefið það út að það sé ekki útilokað að hann velji kylfing af öldungamótaröðinni í liðið en á henni eru vellirnir styttri og keppnisdagarnir aðeins þrír. Hann segir þó að það sé mjög ólíklegt enda séu margir góðir kylfingar af Evrópumótaröðinni sjálfri sem hann sé að hugsa um sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti í liðinu nú þegar. Langer hefur sjálfur gefið út að hann sé nógu góður til þess að berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna á Gleneagles í haust en hann er svo sannarlega að gefa McGinley eitthvað til þess að hugsa um þessa dagana með frammistöðu sinni á golfvellinum.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira