Evrópumeistarinn Helgi: Þetta er eins og í lygasögu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. ágúst 2014 19:42 Helgi Sveinsson (t.h.) fagnar Evrópumeistaratitlinum í Swansea í kvöld. mynd/ífsport.is „Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
„Þetta er bara draumi líkast - alveg ótrúleg tilfinning,“ sagði HelgiSveinsson nýbakaður Evrópumeistari fatlaðra (T42) í spjótkasti við Vísi í kvöld. Helgi, sem varð fimmti á ÓL 2012 og heimsmeistari í Lyon fyrra, bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í kvöld þegar hann kastaði lengst 50,74 metra á EM fatlaðra í Swansea. „Þetta er sykursætur dagur því þó köstin voru þetta löng var ég var ekki nógu ánægður með þau. Ég var ekki að hitta í gegnum punktinn og atrenuna eins og ég hefði viljað. Hefði mér tekist það hefði ég getað slett spjótinu enn lengra. En miðað hvernig þetta var gæti ég ekki verið ánægðari,“ sagði Helgi. Norðmaðurinn Runar Steinstad var sá eini sem veitti Helga samkeppni, en hann var þó langt frá því að skáka okkar manni. Steinstad kastaði lengst 47,18 metra og þurfti að éta ofan í sig orð sem hann hafði látið falla í garð Helga. „Hann var búinn að vinna í miklum sálfræðihernaði og vera að koma skilaboðum áleiðis til mín í gegnum annað fólk og hópinn okkar,“ sagði Helgi við Vísi. „Hann mætti ekki á opnunarhátíðina og ég sagði honum að hann væri orðinn of gamall. Þá kom hann skilaboðum áleiðis til mín um hversu gaman það yrði þegar gamli maðurinn, sem sagt hann, myndi vinna mig. Svo lét hann annan keppanda bera þau skilaboð til mín í Berlín fyrr í sumar að hann myndi vinna mig á EM. Þetta er bara heilbrigð samkeppni og gaman að þessu.“ Síðustu þrjú sumur hafa verið mögnuð fyrir Helga sem hóf ekki að æfa spjótkast fyrr en fyrir nokkrum árum. Fimmta sæti á ÓL 2012 og nú heims- og Evrópumeistari. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er eins og í lygasögu. Þetta er bara með ólíkindum,“ sagði Helgi glaðbeittur. „Maður er bara í spennufalli núna. Ég er búinn að æfa og æfa fyrir þetta mót og svo þegar maður nær markmiðinu er maður bara í sjokki. Ég þarf aðeins að láta rykið falla og þakka svo þeim sem hafa hjálpað mér á þennan stað. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið,“ sagði Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Tómt hús hjá lærisveinum Arons Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Enn eitt Íslandsmet Baldvins Þórs Sjöunda tap ÍBV í röð Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Sjá meira
Helgi Evrópumeistari í spjótkasti Er nú ríkjandi heims- og Evrópumeistari eftir sigur á HM í Lyon síðasta sumar. 19. ágúst 2014 15:43