Reikna má með einhverri úrkomu á Norður- og Austurlandi á miðvikudag en að því frátöldu virðist sem sólskin verði daglegt brauð út vikuna. Hiti verður allt að 17 stig í innsveitum Suðurlands á þriðjudaginn en annars verður hiti yfir miðjan daginn á bilinu 8-13 stig.
Hér að neðan má sjá veðurspá út vikuna klukkan tólf að hádegi.




