Kjartan Henry: Ég trúi þessu varla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2014 19:14 Kjartan Henry var hetja dagsins hjá KR. vísir/AndriMarinó „Þetta er draumi líkast, sérstaklega hvernig við kláruðum leikinn. Ég trúi þessu varla,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, hetja KR-inga, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Kjartan, sem vann í dag sinn þriðja bikarmeistaratitil með KR, skoraði sigurmarkið þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Honum fannst KR-ingar vera með góð tök á leiknum, að byrjun leiksins undanskilinni. „Við byrjuðum kannski ekki alveg nógu vel og þeir skoruðu eftir að við gerðum mistök. En markið var spark í rassinn fyrir okkur. Við jöfnuðum fljótlega og eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning,“ sagði Kjartan og bætti við: „Við pressuðum stíft á þá í seinni hálfleik, en við vissum að þeir væru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Það er þeirra upplegg, að liggja til baka og sækja hratt, enda með fljóta menn frammi,“ sagði Kjartan sem skoraði markið eftir sendingu frá Gary Martin, en Englendingurinn lagði upp bæði mörk KR í dag. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði framherjinn, en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna. En inn fyrir fór hann og við munum fagna þessu á eftir,“ sagði Kjartan að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr bikarúrslitaleiknum Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR sigur í Borgunarbikar karla. Smelltu á meira til að sjá öll mörkin úr leiknum. 16. ágúst 2014 16:57 Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Baldur: Veit hversu mikið Keflavík vildi vinna Smalinn úr Mýtvatnssveitinni vann fjórða bikarmeistaratitilinn sinn í dag. 16. ágúst 2014 19:10 Kristján: Kjánalegt mark undir lokin Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í leikslok eftir 2-1 tap gegn KR, í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 16. ágúst 2014 18:07 Rúnar: Kjartan Henry veit hvar boltinn kemur Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok þegar Guðjón Guðmundsson greip hann í viðtal strax eftir sigur KR á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 16. ágúst 2014 18:16 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
„Þetta er draumi líkast, sérstaklega hvernig við kláruðum leikinn. Ég trúi þessu varla,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, hetja KR-inga, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Kjartan, sem vann í dag sinn þriðja bikarmeistaratitil með KR, skoraði sigurmarkið þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Honum fannst KR-ingar vera með góð tök á leiknum, að byrjun leiksins undanskilinni. „Við byrjuðum kannski ekki alveg nógu vel og þeir skoruðu eftir að við gerðum mistök. En markið var spark í rassinn fyrir okkur. Við jöfnuðum fljótlega og eftir það fannst mér þetta ekki vera spurning,“ sagði Kjartan og bætti við: „Við pressuðum stíft á þá í seinni hálfleik, en við vissum að þeir væru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Það er þeirra upplegg, að liggja til baka og sækja hratt, enda með fljóta menn frammi,“ sagði Kjartan sem skoraði markið eftir sendingu frá Gary Martin, en Englendingurinn lagði upp bæði mörk KR í dag. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði framherjinn, en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna. En inn fyrir fór hann og við munum fagna þessu á eftir,“ sagði Kjartan að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin úr bikarúrslitaleiknum Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR sigur í Borgunarbikar karla. Smelltu á meira til að sjá öll mörkin úr leiknum. 16. ágúst 2014 16:57 Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Baldur: Veit hversu mikið Keflavík vildi vinna Smalinn úr Mýtvatnssveitinni vann fjórða bikarmeistaratitilinn sinn í dag. 16. ágúst 2014 19:10 Kristján: Kjánalegt mark undir lokin Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í leikslok eftir 2-1 tap gegn KR, í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 16. ágúst 2014 18:07 Rúnar: Kjartan Henry veit hvar boltinn kemur Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok þegar Guðjón Guðmundsson greip hann í viðtal strax eftir sigur KR á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 16. ágúst 2014 18:16 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr bikarúrslitaleiknum Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR sigur í Borgunarbikar karla. Smelltu á meira til að sjá öll mörkin úr leiknum. 16. ágúst 2014 16:57
Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01
Baldur: Veit hversu mikið Keflavík vildi vinna Smalinn úr Mýtvatnssveitinni vann fjórða bikarmeistaratitilinn sinn í dag. 16. ágúst 2014 19:10
Kristján: Kjánalegt mark undir lokin Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll í leikslok eftir 2-1 tap gegn KR, í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 16. ágúst 2014 18:07
Rúnar: Kjartan Henry veit hvar boltinn kemur Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampakátur í leikslok þegar Guðjón Guðmundsson greip hann í viðtal strax eftir sigur KR á Keflavík í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 16. ágúst 2014 18:16