Saab enn einu sinni í þrot? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2014 11:05 Framleiðsla á Saab bíl í Trollhettan í Svíþjóð. Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent