Saab enn einu sinni í þrot? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2014 11:05 Framleiðsla á Saab bíl í Trollhettan í Svíþjóð. Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent